Ég er ....

Ég er alveg 100% hlynntur því að löggan náði tali af þessum dreng. Það á að koma þeim skilaboðum út í samfélagið að það er ekki ásættanlegt að vera með svona hótanir. Þetta er einfaldlega ekki fyndið (Punktur) ! Jú jú það er alveg hægt að tala um prakkarastrik og allt það, en ef það er tekið á málinu strax, þá verða væntanlega færri svona mál í framtíðinni og það verður kannski til þess að Geðsjúkir tappar náist áður en það er um seinan.

Jac


mbl.is Bloggarinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Og ég er 100% sammála því sem þú skrifar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem svona skrifa eiga eflaust flestir bágt, vonandi fær drengurinn þá hjálp sem hann þarf á að halda. Þó að svona lagað sé vissulega lögreglumál þá er það samt ekki rétt að fara að svona krökkum með neinum refsivendi, frekar að reyna að koma þeim í fullan skilning um alvarleika málsins og grípa til ráðstafana til að fyrirbyggja að viðkomandi verði enn bitrari út í samfélagið en þegar er orðið. Fyrst honum leið svona illa í skólanum hlýtur að vera eitthvað að á þeim bænum eða í hans umhverfi sem þyrfti að taka til athugunar. Þó að einelti hafi komið upp á yfirborðið í almennri umræðu á síðustu árum, þá er ekki þar með sagt að sé bara dautt og hvergi til lengur, því fer fjarri. Ég hef t.d. fyrir ekki svo löngu síðan, sem "fullorðinn" einstaklingur orðið fyrir einelti frá jafningjum mínum (læt kringumstæðurnar liggja milli hluta), sem var að mörgu leyti samskonar og einelti sem ég varð fyrir sem barn í skóla fyrir mörgum árum síðan. Samúð mín er því fyrst og fremst með þessum dreng sem vonandi tekst að vinna sig út úr þessu máli án þess að það setji mark sitt á líf hans. Hann ætti ekki að þurfa að líða fyrir það um aldur og ævi að hafa fæðst inn í samfélag sem var hugsanlega löngu orðið geðsjúkt áður en hann varð hluti af því!

Guðmundur Ásgeirsson, 15.5.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Jac Norðquist

Guðmundur, ég er þér alveg sammála og þakka þér gott og vandað komment. Ég er ekki að meina að það eigi að beita endilega refsivendinum eins og þú orðar það, heldur einmitt að koma þessum krökkum í skilning um að svona skrif séu óábyrg. Það sendir einmitt skýr skilaboð til þjóðfélagsins þegar það fréttist að löggan hafði fyrir því að hafa uppi á viðkomandi einstakling og það hefur þá ákveðinn fælingarmátt upp á framtíðina að gera. Talandi svo um einelti, það er annar og öllu sorglegri verknaður en hér um ræðir. Það getur verið hreint út sagt ótrúlegt að fullorðið fólk skuli vera svo skilningsljótt og óvandað að legga samstarfsmenn og aðra á lífsleiðinni í einelti og styð ég það 100% að það er full þörf á því að gera eitthvað í málinu. Á stefnuskrá leikskóla barnanna minna er einmitt talað um "Mobbing" eða einelti og sýnir það best að það er alls ekki of snemmt að kenna börnum að einelti er viðbjóður og ætti ekki að fyrirfinnast. Ég sem uppalandi mun kenna mínum börnum að einelti í allri sinni mynd, er óásættanlegt. Þar á meðal að skrifa færslur á netið þar sem að hótað er að myrða samnemendur, kennara og sprengja skólann í loft upp. Takk aftur fyrir kommentið. Það fékk mig til að hugsa.

Kveðja

Jac

Jac Norðquist, 16.5.2008 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband