Og þetta verður frétt ?? Hvað með...

Sko mér finnst þetta alls ekki vera fréttnæmt... það væri nær að reyna að bjarga umbúðunum af fyrsta Snickers-súkkulaðinu sem kom til landsins í för með Charles Lindbergh 1926. Þessi mæti maður stóð við flugvélina sína, nýlentur, og svaraði klassískum spurningum eins og "How do you like Iceland" og "Do you really think that the weather in Akureyri is always so good or are they lying all the time to us here in Reykjavík?".... Lindi kallinn vissi greinilega ekki hvaðan á sig stóð stormurinn svo hann seildist í vinstri frakkavasann og fiskaði upp Snickers súkkulaði, sem var nýlega komið á markað undir því nafni en hét áður Marathon Snickers á Írlandi og í Englandi... Hann smjattaði á súkkulaðinu meðan hann fann upp skynsöm svör fyrir strákana á VD, hinu virta kvöldblaði allra landsmanna sem háði heiðarlega samkeppni í heilar tvær vikur við Morgunblaðið áður en það snéri blaðinu við......  Hann gat ekki fundið upp á neinu skynsömu svo hann rak þá bara upp miðfingurinn og sagði hátt og snjall "Fokk jú", eftir það hefur hann ekki verið talinn til Íslandsvina og fer í flokk með Jerry Seinfeld og Robbie Williams. Umbúðirnar af snickersinu fuku hinsvegar út í buskann og lentu að endingu á framrúðunni á Ford T 1924 árgerð sem Hjallur Heitinn Gunnarsson, ættaður frá Stóru Brók í Þveravallasýslu og sonur Margrétar Kanamellu Hálfmarsdóttir Kveran-Kjærúlf. Vitandi að Mamma hans elskaði allt Amerískt, tók hann umbúðirnar undan þurkunni og stakk í vasann. Það yrðu sko jólin snemma hjá þeirri gömlu í ár. Það fór svo að Mamma hans varð afar kát og hreinlega tárfeldi yfir þessari hugulsömu gjöf og sagði hún Hjalli karlinum raunverulegu ástæðuna yfir því hvers vegna hann var svona miklu miklu dekkri á hörund en flestir Íslendingar á þessum árum voru. Hún var neflilega í "Ástandinu" miklu fyrr en "Ástandið" var fundið upp, en það stoppaði hana ekkert. Hún var hvort sem er ekkert góð í sögu. Snickers umbúðunum stakk hún inn á milli blaðsína í bók einni og var hún aðeins tekin fram á tyllidögum eða þegar Magga þurfti á Amerískri huggun að halda. Árin liðu og Magga fór afar illa út úr stríðsárunum enda orðin svolítið til gömul fyrir "Ástandið" og reyndar búin með þann kvóta fyrir löngu, en bókina góðu með umbúðunum geymdi hún til æviloka 1958, starfandi sem Hraðsendill hjá hinu Opinbera. Bókina erfði svo hinn þeldökki sonur hennar Hjalli Heitinn Gunnarsson (honum fannst alltaf fáránlegt að heita Hjallur svo hann breytti nafninu í Hjalli) og geymdi hann bókina á vísum stað. Nú er svo komið að því að karlanginn yfirgæfi þessa jarðvist og gerðist það í fyrra. Hjalli Heitinn Heitinn Gunnarsson (jú hann hét Heitinn) lést í svefni á Kumbaravogi í hárri elli og lét ekkert eftir sig nema eina bók. Nú er svo komið að því að það á að eyðileggja bókina og endurnýta pappírinn í klósettpappír (óbleiktan). Því finnst mér tilvalið að reyna nú af öllum mætti að safna fyrir þessari bók sem inniheldur umbúðir af Snickers súkkulaði sem skiftir svo miklu máli fyrir alla flugsögu okkar Íslendinga að fólk má til með að taka þátt. Bókin kostar aðeins 430 krónur og er til sölu í fornbókabúðinni á Fischer horninu. Leggjumst nú öll á eitt og björgum menningararfinum.

Jac

 


mbl.is Fyrsta þota Íslendinga í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Sögufrægar umbúðir eru greinilega í stórhættu þarna, ég legg til að Ómar nokkur Ragnarsson verði fengin til að ganga í málið, stofnað verði hið Íslenski Snikersumbúðasafn með það að markmiði að kaupa gamlar Snikersumbúðir og þar sem umræddar umbúðir tengjast flugi er ekki úr vegi að staðsetja safnið á Akureyri hjá hinu safninu.

Magnús Jónsson, 2.3.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær pistill eins og venja er

 Ps. Ég veit að ég hljóma eins og klöguskjóða en er möguleiki á því að þú getir breytt litnum á borðinu frá svörtu í eitthvað annað. Þegar ég les langar færslur á svörtu grunni þá sé ég doppur í klukkutíma á eftir (ég verð ekki sá ef þú segir nei - ég sætti mig þá bara við doppurnar)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 12:26

3 Smámynd: Jac Norðquist

Hahahaha nei nei þetta er góð ábending Gunnar minn, ég er bara svo hrikalega "svartsýnn" að eðlisfari, þess vegna valdi ég svartan.... fer núna í smá tilraunastarfsemi með liti..... eða stytti þessar bullfærslur um 98% ?

Kveðja

Jac

Jac Norðquist, 2.3.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Ég var nú ekki búinn að búast við að þú myndir taka mark á mér.
Það verður gaman að sjá hvernig útlitið verður á endanum.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Jac Norðquist

 Ég tek næstum alltaf mark á góðum ábendingum.....

Jac Norðquist, 2.3.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband