Hey hey fokkin Hó !

Var rétt í þessu að horfa á opnunaratriðið í lokaþætti Júróvisjónvalsins á Íslandi. Bara nokkuð vel samansett og flott, en því miður var míkrafóninn hjá Thelmu eitthvað bilaður svo ég heyrði ekkert í henni.

Svo kom að laginu sem vann þessa keppni. Æ ég veit ekki, það var ekkert að gera fyrir mig persónulega og mér fannst það bara vera hálf hlutlaust. Svo kom hið hrikalélega lag Barða einhverss sem ég kann engin deili á ! Hey hey hó hó...Guð minn góHóður !!! Ég held að það sé leitun að lélegra lagi ! Litla snotra stúlkan með fölsku röddina og þessi ámáttlegu vaxtarræktar gaurar berjandi bumbur var bara alls ekki að virka ! Ég þakka þjóðinni bara fyrir að velja þetta ekki yfir sig.... fyrir mig þá var þetta eins og Villi Vill Júróvisjónsins.... Ankannalegt og úr takt við alla almenna skynsemi. Ekki orð um það meira.

Í gær spennti minn á sig nýjan hjálm og fór af stað í smá hjólatúr, þann fyrsta eftir hið sorglega klaufalega hjólaslys í Október. Ég ætlaði að hjóla ca 3 km því að ég hef nú ekki úthald upp á marga fiska eins og gefur að skilja. Jæja hvað gerist?

Minn tekur bara ranga beygju og eftir margra klukkustunda púl kem ég inn í bæ sem heitir Næsbyhoved Broby? Ha ? Hann átti ekkert að vera innifalinn inn í þennann litla hjólatúr minn... ég settist hágrátandi í vegakantinn og hringdi titrandi röddu á leigubíl með hjólagrind til að láta skutla mér heim. Nei því miður, við bara förum ekki út í rassgat, hjólaðu til Korup og við ræðum málin. Já já Korup er bara 4000 kílómetra í burtu þegar maður er orkulaust aumingjafyrirbæri með rassæri í þokkabót.

Ég þurrkaði tárin og slefuna og lagði af stað... hálftíma seinna skrönglaðist ég inn í Korup, uppgefinn á sál og líkama og hálf uppþornaður af öllu grenjinu. Jæja ég reyndi að hringja aftur á leigubíl og var spurður hvert ég ætlaði? Í Villestofte, svaraði ég móður. Ha ? ertu að Fokka í okkur fáviti? Drullastu til að hjóla restina bavíaninn þinn, þetta eru ekki nema 3 kílómetrar eftir!!! Svo var skellt á. Ég skal aldrei fokking nokkurntímann panta mér taxa hjá leigubílastöðinni hér í borg aftur !!! Sveittur,slefandi en með þurra hvarma vegna vatnsskorts, hjólaði ég inn í Villestofte 15 mínútum síðar.

Rétt áður en ég renndi í hlað hringdi síminn og var það Guðbjörg á línunni, hæ ástin mín, hvernig gengur, ég er farin að hafa áhyggjur af þér enda ertu ekki vanur að vera útivið lengur en 7 mínútur? Of móður til að tala umlaði ég að ég yrði kannski heima, ef guð og lukkan lofuðu eftir svona 2 mínútur. Mér hlýtur að hafa liðið eins og sjálfsöruggum Rabbabara rétt áður en hann tendrar á sprengjubeltinu sínu, ég var kominn heim í hlað eftir ótrúlegt þrekvirki og var eiginlega hálf hissa á því að það var ekki búið að strengja borða þvert yfir götuna og tekið á móti mér með blómum og kossum !? Skemmst frá því að segja að þetta hjól verður nú ekki snert nema GPS tækið verði með í för... og þá er ég ekkert að tala um eitthvað Garmin rusl, heldur alvöru MIO tæki !!!

Kveðja

Jac


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er vonandi smá ýkt saga...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.2.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Helga skjol

HAHAHA ekki versnar þú bói minn,ég var nú farinn sakna bullsins í þér verð að viðurkenna það.

klemm og knús á ykkur öll.

Það er smá smuga að við hittumst um páskana ef ég hef skilið bróðir þinn og mömmu rétt. 

Helga skjol, 24.2.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: Jac Norðquist

@ Gunnar: Já þetta er auðvitað ýkt... að einhverju leiti 

@ Helga: Já það væri gaman að hitta ykkur, vonandi að við hittumst. Kveðja

Jac

Jac Norðquist, 24.2.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband