Dásamlegt !!
Laugardagur, 23. febrúar 2008
Þetta er ein fallegasta frétt sem ég hef lengi séð ! Mitt í allri fjármálakrísunni, Íraksstríðinu, hertari refsingar á hendur Írönum, kosningaúrslitum í Pakistan með ófyrirsjánlegum afleiðingum þar sem að Mussaraff á pottþétt eftir að "Ræna" völdum enn og aftur, og fleira og fleira..... þá fáum við svona fallega frétt..... um markaðsetningu á þvottaefni í Noregi ! Ekki misskilja mig, ég er einn af þeim sem finnst fjölmiðlar einblína of mikið á svartnættið, hið annarlega og öfugsnúna en minna á hið fallega og væmna í lífinu, sem þó gefur því svo mikið gildi. Það er hreint og beint hressandi að lesa þetta þvottaefnis-markaðsátak sem á sér stað í Noregi, við vitum jú að Norðmenn hafa angað af OMO alltof lengi svo tími til kominn að breyta aðeins til. Verði þeim að góðu. MBL, takk fyrir beinskeittann fréttaburð, þið klikkið ekki á því frekar en fyrri daginn
Jac
Nýtt sápustríð yfirvofandi í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.