Bankarán eða fótbolti?

Ég stóð í morgun fyrir framan skólann og var að bíða eftir því að húsvörðurinn opnaði fyrir mér því ég var svo snemma á ferðinni. Ég sé hvar kemur eldri kona gangandi og hún er með troðfullann svartan ruslapoka í annarri hendi og svona venjulegan innkaupapoka í hinni. Ég tók eftir því að á svarta pokanum var gat og út duttu nokkrir 500 kallar,, rétt í þann mund er hún gekk framhjá mér.

Mér fannst þetta auðvitað skrítið, svo ég gekk að kerlu og benti henni á þetta. Hún lítur bak við sig og segir, nú maður ætti kannski að tína þetta upp. Æ takk fyrir að láta mig vita. Ég beygði mig niður og aðstoðaði hana við upptíninginn. Hvert ertu eiginlega að fara með þennan poka spurði ég og var nokkuð hissa á því hversu kræf hún væri að ganga með fullan poka af peningum gegnum bæinn rétt sí svona? Varstu nokkuð að ræna banka ??, Æ nei nei, sagði sú gamla,ég er á leið í bankann með þetta en ekki að koma úr honum, svo brosti hún sínu blíðasta. Það vill svo til að bakgarðurinn minn snýr að fótboltavellinum hér hinumegin við Munkemosen og svo þegar það eru einhver stór eða mikilvæg mót í gangi, þá koma oft ungir menn og stinga tippinu á sér í runnana hjá mér til þess að kasta af sér vatni. Þá tók ég upp á því að liggja í leyni og þegar það laumaðist sprelli inn í runnann, brá ég garðklippunum mínum varlega um hann og hótaði að klippa ef ég fengi ekki borgaðar 500 krónur fyrir salernisaðtöðuna í blómabeðinu.

Ég fór að skellihlægja yfir þessari snilldar hugmynd hjá þeirri gömlu og lagaði pokann hennar þannig að peningarnir hættu að streyma út, á ég ekki bara að fylgja þér í bankann, bauð ég því hann var bara handan hornsins. Hún þakkaði það og ég tók undir arminn á henni og bauðst til að bera amk annan pokan. Hún rétti mér innkaupapokann og veitti ég því athygli að hann var töluvert þyngri en stærri pokinn. Þessi fer nú bara í næsta ruslagám sagði sú gamla og glotti... það eru neflilega ekki allir sem borga.

Kveðja

Jac G. Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.2.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Helga skjol

hehe góður ertu bói minn nú er sagan orðinn allt önnur og betri

Helga skjol, 5.2.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Jac Norðquist

 Takk Gunnar og Helga

Jac Norðquist, 5.2.2008 kl. 12:00

4 identicon

hahahahahahahahahaha algjör djöfulsins snilld. Styttist í að þú verðir jafn skemmtilegur og ég. Settu svo símanúmerið þitt á bloggið hjá mér. Þarf að aðeins að ræða við kjellinn:)

Sibbi (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband