Súpa í viku...

Ég er kominn í MEGRUN !!! Nú er það ekkert nema súpa og aftur súpa... Ég ÆTLA að ná af mér 5 kg fyrir 21. Febrúar því að þá eigum við Guðbjörg brúðkaups afmæli... já sko... Kopar brúðkaupsafmæli það er að segja... hér í DK er mikið haldið upp á það. Í Ameríku er Kopar-Brúðkaupsafmælið á sjöunda ári... ég er ekkert hissa á því vegna þess að hjónabönd í Ameríku endast kannski ekkert svo lengi... enda er Gullbrúkaup við 10 árin og Demanta brúðkaup 12 ár... nú... í Kaliforníu og þá sérstaklega Hollýwood, er Koparbrúðkaup við 70 daga hjónaband, Silfur við 100 daga, Gull við 250 daga og Demanta við 365 daga hjónaband !! 
soup

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe.. gott með hollívúdd og afmælin :) :)

Ég er líka komin í súputryllinginn :)  var að gæða mér á dýrindis graskerssúpu sem ég eldaði í gærkvöldi (ekki síðri upphituð)... fékk skrítið lúkk frá ítölsku meðleigjendunum sem bentu mér kurteislega á það að á ítalíu borði menn ekki súpu í hádeginu !!!  Bara á kvöldin!

ég á einn skammt eftir af henni enn,... ætla að taka mynd af henni í kvöld og setja í blogg.. .smá hermikrákuleikur :)    En því ekki að nota góðar hugmyndir frá öðrum?  Þeim mun fleiri sem njóta þeirra :) 

Sif (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 15:05

2 Smámynd: Jac Norðquist

Hahahaha já segðu. En mér lýst vel á súpugerðina þína. Ég er í átaki eins og fyrr segir en er alveg að fíla þetta :)

Jac Norðquist, 14.1.2012 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband