Grár Nóvember...

AfmælispakkarÞá er einstaklega grár Nóvember að líða undir lok og við tekur... grár Desember? Æ vonandi bara að það fari að snjóa eða eitthvað álíka notalegt... skella á mér miklu frosti væri líka í lagi því að þá væri jú sennilega heiður himinn í það minnsta. Við héldum upp á afmæli drengjanna með öðrum (fráskyldum) tvíburaforeldrum. Mikael og Nikolaj héldu daginn saman í bowling höllinni á laugardeginum 26. og svo Gabríel og Oliver á Sunnudeginum 27. á sama stað. Það heppnaðist bara afar vel og allir voru ánægðir.

Við vöktum drengina alveg eldsnemma til þess að ná að opna gjafirnar áður en þeir færu í skólann og höfðum stillt þeim upp á eldhúsborðið... það vakti gríðarlega lukku hjá gaurunum :)  Svo fóru þeir  í skólann með ...ööö súkkulaðibollur (sem einu sinni hétu "Negrakossar" á íslandi) og sleikjó fyrir báða bekkina.

Eftir skóla komu svo 5 stykki drengir með þeim heim og fengu hér kökur og vöfflur með rjóma sem Guðbjörg var búin að skella í.

Sigfús og Sandra kíktu líka yfir ásamt börnum.

Eftir heimsóknina renndi ég niður á Burger King og Hamborgaði alla fjölskylduna... en það voru allir frekar lystalausir eftir rjómann svo það voru hálfétnir borgarar upp um alla veggi...  

Mikael tók svo upp á því að veikjast strax og fjörið var búið og var kominn með 40,2°c um kvöldið.

Ég er að fara með hann til læknis núna upp úr 12. Ætli þetta sé ekki bara lungnabólga eins og Guðbjörg er búin að vera með síðustu viku... J

æja, best að fara að gera eitthvað vitrænt...

knús á fólkið.

Jac


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband