Færsluflokkur: Bloggar

Endurvakning ?

Á maður að reyna að finna andann og endurvekja bloggið ? 

Knúz

Jac 


Er Facebook búið að sjúga...

fbookpeopleHvað er málið eiginlega? Er Facebook búið að sjúga úr mér alla ritgleðina eða hvað ? Er maður orðinn svo Face-aður að eina sem gildir eru stuttir og hnitmiðaðir statusar og ekki pláss fyrir nema 3-4 línur af ritefni og svo copy/paste frá öðrum statusum....

Jac


Lost in Mail...


listonosz
Ég er að fá skilaboð þess að Jólakortin mín hafi ekki ennþá borist til Íslands ?!? Sum hafa komið en önnur ekki.. ég er frekar pirraður yfir þessu en kannski ekki mikið hægt að gera annað en að vonast eftir því að fólk annaðhvort fái kortin að lokum eða þá að það haldi ekki að ég hafi bara ekki sent því jólakort þetta árið... Ég sendi öllum nema fýlupúkunum kort í ár... svo ef þú hefur ekki fengið kort frá mér... þá ertu sennilega bara fýlupúki !!! Hahahahah :)
Kveðja
Jac 

LambaFillet..próf-lok ;)

Ég ætla að grilla Lamba Fillet handa okkur konunni. Fyrst er að gefa börnunum að borða pizzur og leyfa þeim aðeins að slaka á.. svo fara þau í bælið blessunin og þá verður farið í það að grilla, brúna kartöflur og gera salat. Hendi svo filletinu á grillið og legg svo á borð fyrir okkur hjónin. Með þessu verður auðvitað sveppasósa og við ætlum að opna eins og eina flösku af Valpolicella Amarone. 

Svo er stefnan á að kveikja upp í arninum og hafa það bara huggulegt. Ég reikna nú fastlega með því að konan fari snemma inn í rúm því að hún var vakandi til kl 05:20 í morgun vegna prófsins (sólarhrings heimapróf)... Jæja, best að fara að gera allt klárt :)

PS... Megrun í pásu fram á morgundaginn... ekki segja Fitupúkanum frá því ;) 

lamfillet


Súpa í viku...

Ég er kominn í MEGRUN !!! Nú er það ekkert nema súpa og aftur súpa... Ég ÆTLA að ná af mér 5 kg fyrir 21. Febrúar því að þá eigum við Guðbjörg brúðkaups afmæli... já sko... Kopar brúðkaupsafmæli það er að segja... hér í DK er mikið haldið upp á það. Í Ameríku er Kopar-Brúðkaupsafmælið á sjöunda ári... ég er ekkert hissa á því vegna þess að hjónabönd í Ameríku endast kannski ekkert svo lengi... enda er Gullbrúkaup við 10 árin og Demanta brúðkaup 12 ár... nú... í Kaliforníu og þá sérstaklega Hollýwood, er Koparbrúðkaup við 70 daga hjónaband, Silfur við 100 daga, Gull við 250 daga og Demanta við 365 daga hjónaband !! 
soup

Grár Nóvember...

AfmælispakkarÞá er einstaklega grár Nóvember að líða undir lok og við tekur... grár Desember? Æ vonandi bara að það fari að snjóa eða eitthvað álíka notalegt... skella á mér miklu frosti væri líka í lagi því að þá væri jú sennilega heiður himinn í það minnsta. Við héldum upp á afmæli drengjanna með öðrum (fráskyldum) tvíburaforeldrum. Mikael og Nikolaj héldu daginn saman í bowling höllinni á laugardeginum 26. og svo Gabríel og Oliver á Sunnudeginum 27. á sama stað. Það heppnaðist bara afar vel og allir voru ánægðir.

Við vöktum drengina alveg eldsnemma til þess að ná að opna gjafirnar áður en þeir færu í skólann og höfðum stillt þeim upp á eldhúsborðið... það vakti gríðarlega lukku hjá gaurunum :)  Svo fóru þeir  í skólann með ...ööö súkkulaðibollur (sem einu sinni hétu "Negrakossar" á íslandi) og sleikjó fyrir báða bekkina.

Eftir skóla komu svo 5 stykki drengir með þeim heim og fengu hér kökur og vöfflur með rjóma sem Guðbjörg var búin að skella í.

Sigfús og Sandra kíktu líka yfir ásamt börnum.

Eftir heimsóknina renndi ég niður á Burger King og Hamborgaði alla fjölskylduna... en það voru allir frekar lystalausir eftir rjómann svo það voru hálfétnir borgarar upp um alla veggi...  

Mikael tók svo upp á því að veikjast strax og fjörið var búið og var kominn með 40,2°c um kvöldið.

Ég er að fara með hann til læknis núna upp úr 12. Ætli þetta sé ekki bara lungnabólga eins og Guðbjörg er búin að vera með síðustu viku... J

æja, best að fara að gera eitthvað vitrænt...

knús á fólkið.

Jac


Sko þetta er Classizkt !!

Þetta er bara enn eitt dæmið um andsvítans aumingjana sem "Finna hlutina áður en maður týnir þeim" !!!

Ég lenti í því hér um daginn að Pølle M Rassmussen, nágranni minn og óvinur fyrir lífstíð vegna hljóðkútslausar sláttuvélar sinnar og þá einkennilegu áráttu að slá alltaf garðinn sinn klukkan 07:01 á sunnudagsmorgnum, kom hér yfir til mín einn ágætis dag og bað mig að hringja á lögregluna. Það væri búið að stela öllu steini léttara úr bílnum hans!

Þar sem að við höfum verið tiltölulega heppin með lága innbrotstíðni hér í hverfinu, stökk ég til og hringdi í pólitíið og bað þá um að koma með forgangi og fullum blæstri!

Ég heyrði í fyrstu löggubílunum af 30 þegar blessaður nágranninn kom aftur yfir til mín og sagði "Undskyld min kære nabo Jac", ég settist bara óvart aftur í bílinn og hélt að stýrinu og öllu því hefði verið stolið! Hehehe svo rétti hann mér volga bjórflösku og þannig stóð ég á röndóttu nærbuxunum mínum með bjórflösku í hendinni klukkan 07:08 á sunnudagsmorgni þegar 30 lögreglubílar renndu í hlað.....

Það tók svo bara cirka viku áður en að konan gat leyst mig úr haldi lögreglunnar.

Jac  


mbl.is Hjólin hverfa í Nauthólsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála.....

Nei það er ég alls ekki.... mér finnst þetta ekki einusinni fyndið!!

Undir engum kringumstæðum á ofbeldi gegn eiginkonu, eiginmanni eða börnum, rétt á sér!

Jac Norðquist


mbl.is Í lagi að slá konu sína fyrir bruðl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat verið !

Ég er þá hærri en meðalmaður með alla mína 191 sentimetra !! Samt hefði ég nú haldið að meðalhæðin á Íslenzkum Karlmönnum væri hærri en þessi könnun gefur til kynna.

Jac "KörfuboltaProspect" Norðquist


mbl.is Íslendingar meðal hávöxnustu þjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er virkilega.....

Er virkilega svona erfitt fyrir MBL að breyta nafninu á "Svínainflúensunni" í samræmi við ákvörðun WHO eða alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar, í Inflúensa A eða H1N1 Inflúensa A..... Mér perónulega finnst þetta Svínslegt nafn og vona að MBL menn sjá nú sóma sinn í því að laga þetta.... síðastir fjölmiðla !!

Jac


mbl.is 226 svínaflensutilfelli í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband