og hvernig.....
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Hvernig á ég svo að útskýra fyrir drengjunum mínum að Spartakussinn er orðin illur Rússi ?
Jac
Álfur verður illmenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myrkfælni og hjólatúr dauðans
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Hvað á maður að gera ef litli drengurinn manns kallar á mann og segir "pabbi, það er ljótur kall í skápnum mínum" ? Og maður fer næstum á taugum og hleypur inn í sitt eigið herbergi og undir sæng og skilur litla guttann eftir alveg steinhissa. Svo kemur litli kúturinn, togar af mér sængina og heldur áfram vælinu um að hann sé hræddur við kallinn í skápnum. Ég lýt með skelfinguna uppmálaða í andlitinu og segi titrandi rómi...minntist hann nokkuð á mig?
Hvernig skýrir maður út fyrir 5 ára dreng ef að pabbi hans kemur svo inn í herbergið hans og vekur hann með því að brölta upp í rúmið hans og segir "Ég heyrði eitthvað undir rúminu mínu"?
Ég verð að fara að taka á þessari myrkfælni í mér.
Dagurinn í dag markaði þáttaskil hjá drengjunum mínum ;) Ég reif hjálpardekkin undan reiðhjólunum þeirra svo nú á bara að læra að hjóla upp á nýtt takk fyrir. Þeir voru gríðarlega spenntir og fannst ofsagaman, þar til ýtt var úr vör ! Gabríel náði cirka 0,25 metra áður en hann henti sér grenjandi niður og sagðist aldrei geta lært þetta, þetta væri of erfitt og ..og ... og Hann náði ekki að segja meira fyrir ekka. Það gekk betur hjá Mikael og náði hann um það bil 3 metrum áður en hann kyssti gangstéttina. Hann tekur þessu meira líbó og reyndi bara strax aftur, ekki málið. Ég benti þeim hægverskur á að þegar ég var fimm ára, þá var sko enginn pabbi neitt að hjálpa mér.... eins og ég var boðinn og búinn ásamt Guðbjörgu að aðstoða þá... onei, það voru sko aðrir tímar þegar pabbi ykkar var fimm ára, hélt ég áfram, og ég skal segja ykkur frá því.
Ég bjó fyrir neðan stóra brekku í gamla daga, þegar ég var 5 ára, og einn vondan veðurdag var ákveðið að Jac litli skyldi læra að hjóla.... já sko án hjálpardekkja reyndar því það þekktist ekki að nota hjálpardekk í mínu sveitafélagi. Ef maður hefi mætt á hjálpardekkjum fyrir framan sjoppuna þá var næsta öruggt að maður hefði verið brókaður upp á enni og bundið fyrir svo hártoppurinn einn stæði uppúr. Nei það átti að kenna drengnum að hjóla "The hard way" Eins og dæmdur maður á dauðagangi á leið í rafmagnsstólinn, gekk ég með bræðrum mínum upp hæðina sem virtist vera svona kannski tveim metrum lægri en Esjan (ég var jú bara fimm).
Upp komumst við og svo var drengnum stillt klofvega á hjólið og miðað niður hæðina... jæja, ertu tilbúinn? Leggirnir titruðu og skulfu svo mikið að það var eins og það væri verið að leika á Xílófón... gegnum glamrandi tennurnar bað ég bræður mína að skila kveðju til mömmu og systra minna, en þið fáið engar þakkir fyrir að senda mig í dauðann. Þeir litu hver á annan og sá elsti sagði...bíðið við strákar, þetta er kannski ekki svo sniðust að senda hann niður þessa bröttu brekku?
Ég leit tárvotum augum á stóra bróðir minn og samstundis breyttist hann í ódauðlega hetju í mínum huga.... t...ttaa tttakk takk fyrir, gat ég stunið upp, en hann heyrði ekki í mér því hann var í óða önn að benda hinum tveimur á þá staðreynd að það væri miklu stærri brekka þarna rétt hjá... og hún væri brattari og öllu hættulegri en þessi litli halli sem við stóðum í núna !
Fljótt hvernig hetjur breytast í and-hetjur við svona uppástungur ! Þeir drösluðu mér og hjólinu, sem var 3 gíra DBS kvennareiðhjól sem þeir höfðu fundið áður en eigandinn týndi því, gagngert til þess að æfa litla bróðir í reiðhjólamennsku, upp brekku dauðans. Ef að mér fannst hin brekkan vera eins og Esjan, þá var þessi eins og Kirkjufellið við Grundarfjörð, nema hvað að það var ekki eins bratt og þessi brekka !!!
Á brúninni stóðum við allir 4 og horfðum niður. Þeir að meta vegalengdir og hindranir á leiðinni niður, ég að horfa yfir spegilsléttan fjörðinn og mávana sem að ég vissi að kæmu svo að kroppa í líkið af mér fyrir neðan brekkuna eftir ca 2 mínútur eða svo. Ég kvaddi lífið og tilveruna með tregablöndnum tárum og klifraði upp á hjólið samkvæmt skipun bræðra minna. Haltu fast í stýrið og reyndu að halda því beinu...ef þú ferð til vinstri þá lendirðu á stóra steininum þarna og ef þú ferð of mikið til hægri þá drukknarðu í bæjarlæknum... ég leit á bræður mína sem ég sá varla gegnum tárin og spurði aumingjalega...hvor er vinstri ?
Það kom ekkert svar, því að í sömu andrá, ýttu þeir allir fast við mér og ég hentist af stað yfir brúnina og niður brekkuna.....
Bærinn var vakinn af værum blundi þennan fallega Sunnudagsmorgun um miðjan ágúst 1975. Margir tala enn um óhljóðin sem heyrðust bergmála milli fjallana en fólk gat ekki áttað sig á hvað þetta væri eiginlega, sennilega eitthvað úr dýraríkinu eða kannski eitthvað yfirnáttúrulegt, en mannlegt var öskrið ekki !!! Það get ég vottað um því að eftir sex vikur kom röddin fyrst aftur.
Á hraða sem ég hefði ekki trúað að væri mögulegur, þeyttist ég niður hlíðina og hjólið hristist og skalf eins og Parkisonsveikur geðsjúklingur með tremma. Fyrir einhverja guðslukku stóð ég enn á hjólinu og rétt náði að sveigja framhjá stóra steininum...ahhh þetta er þá vinstri, hugsaði ég og gleymdi eitt augnablik að öskra en tók svo til óspilltra málana, fyllti lungun aftur af lofti og lét vaða og nú öllu hærra.
Ég komst lifandi niður brekkuna og enn standandi á hjólinu. Sigri hrósandi ætlaði ég svo að stoppa ... en þá mundi ég að það hafði engin talað um hvernig ætti að stoppa gripinn !?
Þegar brekkunni lauk, voru ca 5 metrar í götuna og hinumegin við hana var stórt rautt hús þar sem að Mola kerlingin átti heima. Ég leit til vinstri, enda eina áttin sem ég þekkti, og sá að það var að koma rúta eftir götunni, í átt að mér.... hjólið æddi áfram og það yrði tvísýnt um hvort ég næði yfir götuna áður en rútan kæmi. Ég æpti upp yfir mig...STOPP, en viljugur klárinn hlýddi engum fyrirmælum eða böl-bænum. Það munaði hársbreidd að rútan myndi keyra yfir mig og ég fann gustinn af hliðarspeglinum ýfa hárin í hnakkanum á mér ! Vælið í dekkjum rútunnar hverfur mér aldrei úr minni.
Yfir götuna komst ég lifandi, en ferð minni var síður en svo lokið.... Það liggja tröppur niður að húsi Mola Konunnar og hún var með opna útihurðina þar sem var að lofta út efir Sunnudagskleinubaksturinn.... hún veit ekki fyrr til en pínulítill drengur á risastóru kvennareiðhjóli, kemur á fleygiferð niður tröppurnar, inn ganginn og alla leið inn í eldhús þar sem hann klessir á bakaofninn og hendist af hjólinu, upp á eldhús-skenkinn og út um opinn gluggann !
Þarna lá ég í blómabeðinu, innan um túlípana og Gleym mér eyjar og var nokkuð viss um að ég væri kominn í himnaríki.... en rankaði við mér þegar Mola Konan kíkti út um gluggann, sá að ég var á lífi og sagði svo rólega, elskan, má ég ekki bjóða þér upp á kleinur þegar þú ert búinn að taka hjólið þitt úr ofninum mínum?
Við Mola Konan urðum miklir og góðir vinir eftir þetta, en bræður mínir skömmuðu mig hinsvegar allhressilega fyrir að hafa næstum klesst á glænýja og flotta rútu.
Þannig að þið skiljið alveg að ég ætlaði ekkert að virka harkalegur þegar ég tók hjálpardekkin af hjólum drengjanna og lét þá paufast við að æfa sig hér inni í marflötum, lokuðum garðinum... þetta var ást en ekki harka ;)
Kveðja
Jac G. Norðquist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stolið frá Löggunni....
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Ég var rétt um sjö ára þegar sá yngsti af þremur eldri bræðrum mínum kemur til mín og segir... Það er ekki mönnum bjóðandi að við skulum ekki eiga hjól eins og önnur börn hér í hverfinu. Ég leit stórum augum á hann og benti honum á að mamma væri nú ekki fædd með silfurskeið í munni og þyrfti fyrir sex börnum að sjá og hjól væri nú munaðarvara sem væri skattlögð sem lúxusvarningur á Íslandi en ekki nauðsynjavara eins og til dæmis í Kínverska alþýðulýðveldinu og væru reyndar framleidd þar fyrir innanlandsmarkað meðan reiðhjólaframleiðslan hér væri einskorðuð við samanbarning Auðuns Hálfdáns í Bratta Múla á hinum ýmsustu hjólapörtum og ekki öllum endilega tryggilega fest saman svo úr urðu oft hin mannskæðustu reiðhjólaslys íslandssögunnar.
Hann horfði á mig og hristi hausinn, djöfull ertu skrítinn skrúfa maður ! Heyrðu ég var alveg búinn að gleyma hvað ég ætlaði að biðja þig um..... shit !
Við vorum að ræða vöntun á reiðhjólum og þú virtist vera með einhverja ímyndaða lausn á þeim vanda bróðir, sagði ég og lét ekkert slá mig af laginu, þrátt fyrir bágan fjárhag móður okkar og þá staðreynd að hún útivinnandi konan skuli, vegna hins einkennilega skattaumhverfis á Íslandi á þessu herrans ári 1976, ekki hafa efni á að bera lúxusvarning í öll sex börnin sín. Þannig að mér finnst þú eigir að skammast þín og ekki láta hana nokkurn tíman vita þessar óraunsæju langanir þínar í hjólhest !
Augun ætluðu úr höfðinu á honum og munnurinn gapti !! Shit maður, hvað í andskotanum ertu búin að vera taka inn ? Ertu á einhverju við þessari djöfuls menntamunnræpu? Gerirðu þér grein fyrir að þú ert sjö ára tappi og ættir kannski bara að fara að tala eins og þú sért sjö en ekki sjö að verða 37 !
Jæja, haltu nú aðeins kjafti og komdu, ég ætla að redda okkur hjólum...frítt !
Leiðin lá á Lögreglustöð litla bæjarfélagsins sem við bjuggum í og bróðir minn opnaði varlega hurðina. Sko, hvíslaði hann að mér, þú verður að grjót halda kjafti og það má ekki heyrast múkk frá þér...skilið? Svo segir hann hærra við skrifstofudömuna "Getum við fengið að tala við varðstjóra"? Spurði hann og röddin kjökraði og augun fylltust af tárum. Mér varð svo um að í staðinn fyrir að setjast eins og skrifstofukonan benti okkur á að gera, labbaði ég á klósetthurðina, tvisvar. Bróðir minn tók í öxlina á mér og lét mig setjast. Varðstjórinn kom fram úr skrifstofunni sinni og spurði okkur hvort og hvað hann gæti aðstoðað okkur með. Ja sko sagði bróðir minn, tárin láku óheftað núna, við við snökt snökt, það var stolið frá okkur hjólunum okkar í síðasta mánuði og vegna hárra skatta getur mamma ekki fætt okkur öll sex með silfurskeið því að Kínverjarnir búa sjálfir til hjólin sín nema hann Auddi í Bratta Múla hann gerir ekki nein lúxus hjól en bara einhver manndrápshjól og og....
.... hann grét sáran... svo sárt að ég táraðist með honum. Varðstjórinn vissi ekki hvaðan á hann veðrið stóð og bara settist niður... Ha ? Hvað ertu að reyna að segja mér? En málið var að nú var bróðir bara farinn að skæla fyrir alvöru því að ef maður byrjar á einhverju svona dramatísku eins og að væla frá sér ráð og rænu...er ekki svo auðvelt að stoppa það þið vitið.
Með tárin í augunum sjálfur, tók ég af skarið og reyndi að klára það sem að bróðir hafði byrjað á.... sko hjólunum okkar var stolið og einhver sagði að þið væruð með hjól sem hafa fundist á víðavangi, megum við vinsamlega athuga hvort hjólin okkar séu þar á meðal? Já já það er sko meira en sjálfsagt, sagði varðstjórinn, benti svo á bróðir sem grét nú öllu hærra en áður, en hvað er að honum, af hverju hættir hann ekki að væla? Meðan við gengum allir þrír út og fyrir hornið þar sem að tapað og fundið geymslan var, útskýrði ég fyrir honum að bróðir hefði fæðst sitjandi með naflastrenginn vafinn um hálsinn og það hefði sennilega orsakað vissan súrefnisskort í fremri heila svo hann ætti erfitt með tilfinningar og allt rót á þeim gæti komið honum í mikið uppnám. Jaaa ég skil, sagði Löggi lágt og hristi hausinn.
Hann opnaði geymsluna og bauð okkur inn. Þar blasti við okkur feiknin öll af hinum ýmsasta varningi og fullt af reiðhjólum. Ég benti varðstjóranum á tvö hjól sem litu þokkalega vel út og virtust henta okkur bræðrum ágætlega í stærð. Þetta eru okkar hjól sagði ég og það var ekki laust við að röddin titraði örlítið, en varðstjórinn hefur varla tekið eftir því vegna látanna í bróðir mínum...guð hvað hann gat grátið hugsaði ég og var að verða nett pirraður á vælinu. Það var greinilega varðstjórinn líka því hann dró hjólin fram með leifturhraða og nánast fleygði okkur út með hjólin undir hendinni..... Passið svo upp á að læsa þeim næst drengir, sagði hann og kvaddi okkur.
Eftir að við höfðum hjólað á nýju hjólunum okkar upp næstu hliðargötu, hætti bróðir að væla, þurrkaði tárin og leit á mig og sagði hátt og snjallt..... Shit hvað ég náði að plata hann með vælinu !!!
Jac Norðquist
Að rifja upp gamalt og gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heyr Heyr....
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Sammála.... ég vil ALLS ekki að Bretarnir gæti okkar eftir þetta ömurlega framferði þeirra gagnvart Íslensku þjóðinni. Þeir gætu allt eins passað upp á Al Kaída eins og okkur að þeirra eigin sögn.
Burt með þá !!
Jac
Stjórnvöld afþakki loftrýmiseftirlit Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábærir og sannir frændur !
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Takk fyrir kveðjuna kæru frændur. Ég skal sko finna mér Færeying hér í Odense og knúsa hann og kremja þar til hann fer að emja.
Þeir eru heldur betur búnir að sýna í verki og hug að þeir standa okkur nær en aðrar norðurlanda þjóðir.
Aldrei aftur skal ég segja slappa brandarann um það að Færeyjingar séu Norsarar sem voru á leið til Íslands en gáfust upp vegna sjóveiki og voru settir í land á Færeyjum. Aldrei aftur.... ég lofa.
Næst, þegar ég á frí, ætla ég að ferðast til færeyja og standa upp á stokk og halda þakkaræðu þeim til heiðurs.
Jac Norðquist
Hlýjar kveðjur frá Færeyingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BERJUMST FYRIR ......
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Ég legg til að við, Íslendingar, leggjum Skotum lið við sjálfsstæðisbaráttu sína gegn yfirráðum Ensku yfirgangsseggina ! Verum, eins og við Letta, fyrst til að lýsa yfir stuðningi okkar við baráttu þeirra. Mikið helvíti held ég að BretaSkussunum myndi svíða það ! Og látum þá svíða.
Jac
Skotlandsmálaráðherra fundar með Geir og Össuri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Góðan bata...en !
Föstudagur, 31. október 2008
Ég óska Ingibjörgu bara alls hins besta í þessari aðgerð og vona að hún nái fljótt góðum bata.
En við Össur vil ég segja......
Össur, notaðu nú tækifærið og sjáðu til þess að Bölvaðir Tjallarnir (Bretar) verði undanþegnir Nató gæslu á fallega landinu okkar !!! Ég treysti á þig sem starfandi utanríkisráðherra að gera eitthvað í málinu kall! Okey ?
Jac
Ingibjörg Sólrún fer í aðgerð í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
FORDÆMI !!!
Föstudagur, 31. október 2008
Nei ! Ég segi bara hreint og klárt NEI !!! Það á ALLS ekki að fara með 620 milljónir í þetta Heimssýningar bruðl ! Ekki á þessum tíma. Ég vona heitt og innilega að fólk fari nú aðeins og setjast niður og spá í hlutina. Þessar 620 millur gætu til dæmis gert góða hluti fyrir Öryrkja, aldraða eða jafnvel Nema sem eru erlendis og hafa borið afar skarðan hlut frá borði vegna gengisins.....
Í guðana bænum.... hugsið !
Jac
Óljóst með heimssýninguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hejsan Føroyar !
Þriðjudagur, 28. október 2008
Løgmansskrivstovan sigur í tíðindaskrivi soleiðis, á fundinum var trupla støða Íslands umrødd, nú avleiðingarnir av fíggjarkreppuni raka tey serliga meint. Serliga tørvar Íslandi gjaldføri. Landsstýrið hevði frammanundan samráðst við flokkarnar á Løgtingi um málið. Allir flokkar taka undir við ætlanini at veita Íslandi gjaldførislán. Tað er ákveðið at veita Íslandi eitt gjaldførislán upp á 300 mió. DKK.
Tað gleðir undirritaðan mikið og skulu nú fændur vórir njóta sannmælis fyrir !
Færeyjingar nær og fjær !! TaKK TAKK
Siðferðileg skylda að hjálpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bíð spenntur eftir ....
Þriðjudagur, 28. október 2008
Já ég bíð bara spenntur eftir útskýringum.......
Jac
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)