Óhugguleg...

Úff ! Þetta hlýtur að hafa verið óhugguleg lífsreynsla fyrir stúlkuna. Sem betur fer eiga Íslendingar alveg frábærar björgunarsveitir svo allt fór vel að lokum. Það er eitt við þessa frétt sem ég rak augun í og það er klæðnaður stúlkunnar. Það er talað um hversu dökkklædd hún var en hafði bleika húfi á höfði sem gerði hana örlítið sýnilegri. Jæja ég er mótorhjólamaður hér í DK og er ávallt klæddur svörtum buxum, jakka og stígvélum á mótorhjólinu mínu. Ég hef hinsvegar séð marga mótorhjólamenn íklædda neongrænum/gulum vestum yfir jakkana sína, vestum sem eru eins g vegagerðamenn klæðast gjarna. Ég hef alltaf litið á þessi vesti með kjánahrolli því að ekki eru þau nú smart..... það er heldur ekki smart að vera dauður því maður sást ekki í lélegu skyggni. Því legg ég til að fjallgöngufólk og annað útivistarfólk fái sér svona Neonvesti og það ætla ég líka að gera.

Bestu kveðjur

Jac "Neon" Norðquist


mbl.is Á syllu í þrjá tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband