Próftörn lokið
Föstudagur, 9. janúar 2009
Þá er þessari blessuðu próftörn lokið í bili með tvöföldu prófi. Annarsvegar Event Management og hinsvegar Event Communication. Ofsa fjör eða þannig ;) Mér gekk svaka vel þrátt fyrir óvænta brottför á versta tíma.... en Það hafðist allt
Nú er það málið að fara í "Praktik" eða "Lærlingsstarf" og er ég þegar búinn að fá það. Það er Markaðsstjóra-Lærlingsstaða í flottu fyrirtæki hér í Odense. Ég var valinn úr stórum hópi nemenda frá hinum ýmsustu skólum og verð ég að vera pínu montinn yfir því..... ætli strákslegur sjarminn minn hafi ekki fleytt mér langt...... Múahahhahahahahahah Shit hvað ég er fyndinn þessa dagana ;)
Annars er sko alveg nóg að gera á okkar stóra heimili.... Guðbjörg er á fullu að ala upp litlu Prinsessuna, hafa stjórn á Drengjunum og halda kallinum niðri á jörðinni. Við erum einnig að leita að stærra húsnæði en það virðist ætla að ganga frekar hægt. Það er bara ekki mikið um 5 herbergja hús á svæðinu og ef þau eru á lausu.... er fúkkalykt, á 4 hæðum eða þaðan af verra. Það er ekkert sem hefur beinlínis stokkið á okkur og sagt.... Leigðu mig !
Æ það hlýtur að koma að því! Wish me good luck.
Jæja nóg um það í bili
Hjartans krúsídullukveðjur til ykkar sem þetta lesið
Jac Norðquist
Athugasemdir
Mér finnst tú bara rosalega klára og duglegur strákur:)
Til hamingju med tetta allt saman og vonandi færdu fljótt góda íbúd sem hentar ykkur stóru fjölskyldunni.
Hjartanskvedaj frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 10.1.2009 kl. 10:21
Þú ert sjarmör, ekki spurning......(griner).
Gulli litli, 11.1.2009 kl. 09:01
Flott að þú fékkst lærlingstöðuna sem þig langaði í. Veit ekki um sjarmann sko..... he he he... kannski varstu bara skárstur... he he smá grín...auðvitað varstu lang flottastur . Gangi ykkur vel að finna stærri íbúð. Ég vil svo fara að fá að vita hvað er svona spennandi og skemmtilegt sem þú vilt ekki segja okkur!!!! Hef ákveðnar grunsemdir byggðar á nýlegum upplýsingum frá þér.... :) en er ekki viss
Kristín Guðbjörg Snæland, 11.1.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.