úffff
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ég verð bara að segja "Loksins" !!! Mér finnst þetta auðvitað fjári sárt.... að vera fjárkúguð svona illilega af stórum þjóðum.... en hvað ef við hefðum átt svona upphæðir inni hjá þeim?
Svo er bara að vona að Bjöggi Landsbanki hafi aura fyrir þessu með því að selja restina af veldinu sínu.... skammist sín svo og fari til Kúbu að rækta appelsínur.
Nú vonar maður bara að helvítis gengið fari að þokast í átt að skynsamlegu marki svo við þurfum ekki að skrifa LÍN aumingjabréf og grátbiðja þá um að vinsamlegast "lána" okkur aðeins meiri pening svo við getum lifað sómasamlega hér í Danmörku.... og takið eftir því að ég segi LÁNA !!! Ekki gefa.... því þetta eru jú Lán.... ekki satt!
Bestu kveðjur
Jac
Icesave-deilan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hey - hvað hafa Kúbverjar gert okkur? sendum karlfauskinn til Bretlands og látum hryðjuverkamennina sjá um hann
Þetta er auðvitað klikkað allt saman og þú mátt trúa því að ég finn til með ykkur námsmönnum. kv úr snjóleysinu á Akureyri
Páll Jóhannesson, 17.11.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.