Þjófar og hyski !
Fimmtudagur, 23. október 2008
Ég varð fyrir því að veskinu mínu var stolið í dag.... farið var í vasann á frakkanum mínum og veskinu nappað þegar ég var í klippingu á Salon FattigMand í Odense. Ég stóð upp og ætlaði að borga, uppgötvaði þá glæpinn ! Ráðvilltur og svekktur, fékk ég að fara á bakvið og hringja í konuna mína svo hún gæti leyst mig út af hárgreiðslustofunni. Jæja, hún kemur eftir skamma stund og borgar þessar 200Dkr og við förum að fatahenginu þar sem að frakkinn hangir ennþá og ég fer í hann en finn þá allt í einu fyrir veskinu í vasanum ? Ha? Ég hafði gersamlega snúið frakkanum við og get svarið að veskið var ekki þar, segi ég aumingjalegur við konuna. Ég opna veskið og sé þá að það eru 1200 Dkr í því ? En bíddu, segi ég við konuna, ég átti bara 200, akkúrat fyrir klippingunni !? Þá rak ég augun í samanbrotinn miða sem á stóð:
Undskyld, ég vissi ekki að þú værir Íslendingur, hér eru 1000Dkr sem ég vona að þú getir notað.
Hahahahahaha æ fyrirgefið mér bullið, en mér flaug þessi djókur í hug þegar ég las um veskisþjófnað hjá einni bloggvinkonu, henni Sólveigu sem varð fyrir því leiða óláni að verða veskinu fátækari eftir þjófnað. Ekki það að mér finnist fyndið að veskinu hennar hafi verið stolið
Bestu kveðjur
Jac
Athugasemdir
Kaldhæðni.is alltaf gott að geta gert grín að hlutunum eftir á,þó þeir séu etv lítið fyndnir þegar þeir gerast
Líney, 23.10.2008 kl. 17:58
Einmitt.... þessi kaldhæðni held ég að sé aðferð okkar íslendinga til að takast á við neikvænina allt í kringum okkur :)
Jac
Jac Norðquist, 23.10.2008 kl. 18:17
Gulli litli, 23.10.2008 kl. 19:49
Andskotans aumingjarnir tad er ekki nóg ad teir geri grín af landanum ,nú eru teir farnir ad stela af okkur líka.....Svona var hugsunin í byrjun lestrar Jac minn og ´tad hefur tú á samviskunni ad minn dagur er sko eidilagdur....
Djók elskulegur....En verst med hana Sólvegu veskinu fátækari.
Kaldhædnissagan var nú gód
fadmlag til tín inn í gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 24.10.2008 kl. 03:48
Thú ert fyndinn. Ég var einmitt alveg steinhissa á ad vid hefdum lent í thessu sama dag. Alveg fórstu med mig. kh. Sólveig
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.