Eitthvað meira á spýtunni ....
Fimmtudagur, 16. október 2008
Ég á bara ekki auðvelt með að trúa þessari útgáfu ! Það bara hlýtur að vera eitthvað annað sem hékk á spýtunni en að þessar dömur væru Íslenskar!? Mér finnst það svo meira en lítið líklegt að eigandi litlu töskubúðarinnar hafi verið "erlendur" sjálfur!
Ég vona bara að þessi ágæta frú Sigrún Thorlacius kommenti hér á blogginu mínu og segi mér sjálf að þetta hafi verið svona eins og fram kom í fréttinni.
Eina mögulega skýringin fyrir mína parta er að þær vinkonur hafi verið töluvert undir áhrifum Carlsbergs nautnamjaðarins og hafi hagað sér samkvæmt lögmálum hans. Þar með komið af stað þessari milliríkjadeilu. Eins og ég segi.... ST kommentaðu hjá mér og ég mun sannfærast, annars held ég mig við mína útgáfu.
Jac Norðquist..... sem ætlar nú samt að tala bara ensku við konuna og börnin ef við förum í Bilka á eftir.......
Rekin úr búð í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef ekki ordid vör vid svona framkomu sídur en svo.Held reyndar ad verslunreigandinn hafi verid í gálgahúmor tennann dag og tad bitnadi á teim....Eda tín skíring kannski...
Ég ætla líka bara tala ensku í Køben um helgina tegar ég fer á Bubbatónleikanna
fadmlag til tín
Gudrún Hauksdótttir, 16.10.2008 kl. 09:26
Takk fyrir faðmlagið and may you have a great weekend ahead dear Queen of Jyderup ;)
Jac
Jac Norðquist, 16.10.2008 kl. 09:53
Ég frétti af íslenskum ferðamönnum á Strikinu sem ætluðu að greiða með íslensku kreditkorti en það virkaði ekki og þegar kaupmaðurinn sá að það var íslenskt tók hann það, klippti í tvennt og henti brotunum í fólkið. Veit svo sem ekki hvort þetta er satt eða nútíma þjóðsaga!!!!
Kristín Guðbjörg Snæland, 16.10.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.