Að elska...

25092008044.jpgÞú ert litla fallega dóttir mín. Þú komst í heiminn fyrir rétt tæpum mánuði en samt ertu búin að festa þig svo rækilega í sessi í hjartanu mínu. Litlu augun þín geta horft svo dáleiðandi í augun mín að mig verkjar í hjartað. Það fyllist rólegri angurværð og gleði yfir þeirri staðreynd að þú valdir mig sem foreldri þitt.

Ég lá inni í hjónarúmi með þig í dag og þú kúrðir vær hjá mér meðan ég blaðaði í dagblaðinu. Ég fann að þú tókst ekki af mér augun og að lokum hætti ég að lesa blaðið og fór að horfa á dásamlega fallega andlitið þitt. Þú ert með svo skýr og falleg augu, vel formað nef og rjómabollu-kinnar sem manni langar sífellt til að knúsa og kyssa.

Ég lagði handlegginn undir litla kroppinn þinn og dró þig nær mér. Þú horfðir stórum augum á mig og það kom smá bros fram á varir þínar. Ég veit að þú ert ekki farin að brosa sjálfrátt ennþá en þetta litla bros var ótrúlega vel tímasett. Saman lágum við feðgin í dágóðan tíma og ég spjallaði við þig á lágum nótum um heima og geyma. Þú lást alveg róleg og ég fann að rödd mín hafði róandi áhrif á þig, svo ég hélt áfram.

 Ég sagði þér að ég elskaði þig, að ég elskaði stóru bræður þína og ekki síst, að ég elskaði mömmu þína. Konuna sem fyrir 9 árum síðan gerði mig að hamingjusamasta manni í heimi með því að játast mér. Konuna sem gerði mig aftur að hamingjusamasta manni í heimi fyrir tæpum 6 árum, með því að fæða mér tvo yndislegustu drengi sem hægt er að hugsa sér og konuna sem að fæddi þig dúllan mín, litla fallega kraftaverkið mitt. Hjartað mitt er svo yfirfullt af ást og gleði að ég á næstum erfitt með að einbeita mér í hinu daglega amstri. Það er oft sem ég hrekk upp í kennslustund við að vera dagdreyma um stóru fallegu fjölskylduna mína. Eins ófullkominn og ég er, að mér skyldi þó lánast að eignast ykkur. Með sanni má segja að þið eruð líf mitt og ljós. Án ykkar væri ég ekki heill maður. Þið fullkomnið mig.

Núna ætla ég að leggja þig niður í rúmið þitt ástin mín, og kyssa þig blítt á vangan.

Góða nótt elsku ástin mín, pabbi elskar þig.

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég turka fyrst tárin ádur en ég kommenta hérna á sídnuna tína kæri Jac.

Tetta er dásamleg færsla og til hamingju med litla fallega barnid.Tad er yndislegt ad lesa um  hvad tú ert ríkur og hamingjusamur takk fyrir ad  bera  tad á bord fyrir okkur.

Takk takk

Gudrún Hauksdótttir, 28.9.2008 kl. 06:15

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

snökt, snökt.... bið að heilsa

Kristín Guðbjörg Snæland, 28.9.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Gulli litli

Það er gott að elska...

Gulli litli, 28.9.2008 kl. 18:34

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já sæll! nú er minn mjúkur - mögnuð færsla hjá þér Bói það þarf hugrekki til og af því áttu nóg, haltu þessu áfram

kv Palli 

Páll Jóhannesson, 28.9.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir kommentin kæra fólk, ég met þau mikils. Mínar allra bestu kveðjur til ykkar.

Jac Norðquist, 28.9.2008 kl. 22:30

6 Smámynd: Helga skjol

Þú veist það Bói að það að gráta ofaní tölvuna getur skemmt hana, þannig að ef mín skemmist núna yfir lestri þessarar fallegu færslu þá færðu hana senda út. Enn annars vildi ég bara láta þig vita það að þú ert DÁSEMDAR PENNI og ég elska færslurnar þínar.

Knús á þig og þína yndislegu fjölskyldu

Helga skjol, 29.9.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Tiger

Til hamingju með þína fallegu fjölskyldu minn kæri og ætíð svo ljúfi og góði Bói. Það er alltaf svo stutt í þitt ljúfa og fallega hjarta - hvort sem það er vegna fjölskyldu eða annarra! The world is so much better because of people like you my dear mothersisterson .... eða þannig! Kær kveðja frá Spáni elsku vinur!

Tiger, 29.9.2008 kl. 16:09

8 Smámynd: Jac Norðquist

 Takk fyrir kærlega You son of a motherSister you !!! Og takk Helga mín. Svona falleg komment halda manni gangandi. Bestu kveðjur á ykkur öll.

Jac "Bói" Norðquist

Jac Norðquist, 29.9.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband