Hvað er betra...?
Laugardagur, 20. september 2008
Drengirnir vöknuðu klukkan 06:20 eins og á virkum degi væri ! Það er sko ekkert tekið tillit til þess að foreldrarnir þurfi sinn helgar-bjútísvefn, onei.... Ég náði þó að staulast fram og knúsa þá örlítið og koma þeim í bælið aftur, án þess að nota hótanir.... aðrar en þær að svefnskrímslið myndi rífa af þeim eyrun og nota í hálsmen ef þeir mydnu ekki sofna strax !!! Hahahaha auðvitað ekki, hvað haldiði að ég sé ? Nei nei, þeir lögðust á koddann og ég fékk heilar 20 mínútur áður en þeir vöknuðu til fulls.
Ég leyfði þeim að horfa á Disney-Channel og lagði mig enn og aftur upp í til konunnar og litlu dúllu. Gaurarnir voru alveg rólegir í ca klukkutíma en þá stóð til að fara á fætur, en þá heyrðum við hjónin að þeir voru eitthvað að hvíslast á... þegar drengirnir mínir fara að hvísla, þá fyrst heyrum við í þeim :) Þetta eru mestu mistök sem börn gera... að fara allt í einu að "lækka" í sér !
Jæja, við lágum róleg því að við vissum að þeir væru að koma inn til okkar... nema hvað að þögnin ílengtist.... ? Hmmmm hvað var í gangi? Það eina sem er að gerast þegar tveir fimm, alveg að verða sex, ára drengir verða "hljóðlegir, er að þeir eru að gera eitthvað sem ekki má!
Hjartað í okkur fór að slá örlítið örar og ég fór yfir það í huganum hvaða hættulegu hlutir lægju á glámbekk sem gætu mögulega skaðað þá eða okkur, í þeirra litlu höndum. Skammbyssurnar, lágu auðvitað hlaðnar og öryggið af, á stofuborðinu (My American heritage), hef ekki trú á hnífastatífum svo að kjötsveðjurnar eru allar á eldhúsbekknum og hvaða maður með mönnum leyfir ekki börnunum sýnum að eiga Zippo eða tvo í herberginu sínu?
Ég hnusaði út í loftið en fann enga brunalykt svo að þeir voru ekki í Zippo leik, byssurnar voru ekki með hljóðdeyfinum svo ekki voru þeir í Káboj leik, hnífarnir voru óvenju bitlausir svo þeir hefðu enga gleði af þeim.... hvað þá? Hvað voru litlu púkarnir að bardúsa?
Maaaaaama Paaaabbi !!! Ekki koma inn í herbergi til okkar !!!
What? Hvað eru þeir að gera? Ég tók eftir því að ég heyrði í þeim báðum svo ekki var málið að einn var búinn að "Offa" hinum, svo hvað var í gangi..... Ég leit á konuna og hún á mig, það var spurn í augum okkar. Fjárinn hugsaði ég, ætli við komum á forsíðu Extra Blaðsins, hvað er málið með drengina okkar, hvað eru þeir að gera af sér?
Það kom að því að þeir komu fram og báðu okkur, graf alvarlegir, að fylgja sér inn í herbergi. Við hlýddum, þorðum hreinlega ekki öðru.
Þeir höfðu verið að taka til í herberginu sínu og var það bara orðið hreint og fínt !!!!
Jahérna hér !! Það lýtur út fyrir að ást, umhyggja og slatti af foreldralegri þolinmæði sé að bera ávöxt, litlu strumparnir hlusta þá á okkur eftir alltsaman? Börnum líður betur í hreinu herbergi...... ég leit á konuna, mikið er ég stoltur af drengjunum okkar ástin, sagði ég við hana, já og ég líka sagði hún við mig......
Frábært að láta koma sér svona á óvart í morgunsárið.
Bestu kveðjur
Jac Norðquist
Athugasemdir
Það er virkilega ljúft að lesa svona sætar sögur. Þær hafa góð áhrif.
Marta Gunnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 10:32
Æji bara krútt þessar elskur og þú snilldarpenni Bói minn eins og ég hef sagt áður.
Knús inní góða helgi
Helga skjol, 20.9.2008 kl. 10:58
Krúttin ... yndislegt... og já ég er sammála því að þessar elskur eiga það til að koma manni roslaega á óvart svona á morgnanna... bara krútt...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 20.9.2008 kl. 19:26
Mikið hlakka ég til þegar dóttur minni dettur það í hug sjálfri að það geti verið góð hugmynd að taka til í herberginu sínu!!!! Er enn að bíða en er bjartsýn á að það gerist einhverntímann.... he he he
Kristín Guðbjörg Snæland, 22.9.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.