Augun....svo dimmblá.

Hvað er það með augun í ungabarni sem gerir þau svona dáleiðandi?

Ég sat með litlu viku-gömlu dóttur mína í fanginu áðan og var að skoða hana. Já ég segi skoða því að dáleiðandi augun hennar fönguðu athygli mína gersamlega. Liðu mínútur eða klukkutímar? Ég var ekki viss.

Við sátum í stofunni og ég var meða hana vafða inn í sængina hennar. Svo yndislega mjúka og góða sæng sem ilmaði af dóttur minni. Konan mín var nýbúin að gefa henni svo litla eldfjallið var alveg sallarólegt og vottaði ekki fyrir eimyrju.

Þarna sátum við feðgin og nutum okkar. Hún að reyna sjá eitthvað út úr þessum bleiklitaða flekki rétt fyrir framan andlitið á sér og ég horfandi í dáleiðslu augun hennar.

Eins og ég segi, ég veit ekki hvort liðu tímar eða mínútur, ég var gersamlega týndur í djúpblámanum.

Ég er að upplifa þessa litlu stúlku á allt annan hátt en tvíburadrengina mína. Það er einhvernveginn svo miklu meiri "tilfinningarót" á mér núna. Einhvernveginn svo miklu mýkri hlið á mér sem að snýr fram.

Ekki halda að ég hafi verið einhver töffari áður, alls ekki. Ef ég væri eitthvað "mýkri" týpa væri ég samkynhneigður geri ég ráð fyrir. Ekki það að það sé neitt að samkynhneigð, ég bara ímynda mér þá vera mjúkar týpur.

Ég upplifi mig svo viðkvæman gagnvart henni, svo mikil verndarþörf gerir vart við sig.

Ég er alveg sáttur við það.

Ég er alveg sáttur við litlu fallegu telpuna mína

Ég er hamingjusamur

This is the beginning of a beautiful friendship

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Það er bara kúl að vera happy....

Gulli litli, 10.9.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Elskan mín hörðustu kk. verða mjúkir í kringum börnin sín... það er mannlegt...að mínu mati eiga kk. að ver harðir og mjúkir við þá sem þeir elska...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 10.9.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Jac Norðquist

Takk takk fyrir kommentin Magga og Gulli

Kveðja til ykkar

Jac

Jac Norðquist, 10.9.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

æi þú ert alveg dásamlegur...;) það er svo gaman að sjá hvað þú ert hamingjusamur..;) alveg magnaður...lukka sem konan þín er í;)

Knús og segðu nú hæ við litluna frá Höllu frænku heheh 

Halla Vilbergsdóttir, 10.9.2008 kl. 20:46

5 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Frábært að allt gengur vel. Bið að heilsa Guggu.

Kristín Guðbjörg Snæland, 10.9.2008 kl. 22:30

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Bói minn! þú hefur alltaf verið mjúkur jafnt að utan sem innan. Til hamingju

Páll Jóhannesson, 11.9.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband