Ég sá hana á horninu.....

Hvað á ég að gera?

Ég var á gangi í Hamborg fyrr í sumar, þá sá ég hana á horninu á ReeperbahnStrasse og ErdungerweltbundensligeStrasse. Þarna sat hún í glugganum sínum, kolsvört og glæsileg. Ég leit snöggt á konuna mína og vonaði að hún hefði ekki tekið eftir hvert augun mín leituðu.

Við hjónin fórum upp á hótel eftir góða kvöldmáltíð með foreldrum mínum, en ég gat ekki hætt að hugsa um ávalar línur þeirra svörtu. Ég fór á internetið og googlaði mig bláann..... en fann hana að lokum. Það er erfitt ef maður hefur ekki nafn eða neitt en þar sem ég mundi staðsetninguna á horninu, var þetta auðveldara. Konan kom úr sturtu og ég skellti tölvunni aftur. Hafði samt vit á að bookmarka síðuna hennar.

Leið okkar lá svo heim til Danmerkur aftur stuttu síðar.

Það var sama hvað ég gerði, ég gat ekki gleymt henni. Það kom oft fyrir að ég hrökk upp úr dagdraumum um hana og roðnaði við tilhugsunina.

Ég ákvað að hringja í mömmu og leyta ráða.

Gleymdu henni Jac, sagði hún. Ef að þú ferð bak við konuna þína er mér að mæta Drengur minn.

Ég gat ekki gleymt henni.

Hvað á ég að gera, spurði ég Andreas vin minn? Ég lýsti fyrir honum Svartagullinu og hann sleikti næstum út um. Mér stóð ekki alveg á sama um áhugann sem hann sýndi henni en lét ekki á neinu bera.

Sko, ef hún er eins flott og þú lýsir henni, er hún örugglega dýr !! Ég kinkaði kolli, jú, ég sá verðið í glugganum hjá henni.... hún er dýr!

Ok, þá legg ég til að þú bara safnir fyrir henni Jac, var svarið frá vini mínum, og skreppir niður til Þýskalands og hreinlega borgir fyrir hana !!!

Já en konan mín verður óð, hvernig get ég falið þetta fyrir henni?

Feluleikir eru af hinu illa Jac, farðu bara, eyddu smá peningum og taktu svo afleiðingum er þú kemur heim.

Ég ákvað á láta slag standa, þetta var bara of freistandi. Hún var bara svo glæsileg. Svo einstök.

Þegar ég fór í hraðbankann niðri í bæ, fékk ég næstum hjartastopp!

Hraðbankinn er í aldræmdu hverfi hér í Odense, þar sem að, ja við skulum segja að "Ýmislegt" sé til "Sölu", rétt svona eins og í Þýskalandi í sumar ;)

Ég horfði inn um rúðuna beint á móti bankanum og þar lá hún !!!

Nei, þetta gat ekkert verið sú sama... eða hvað?

Hjartað barðist hraðara og ég gekk yfir götuna.... algjörlega blindur á umferðina.

Flautur voru þeyttar, dekk vældu á votu malbikinu og köll æstra bílstjóra. Allt þetta fór framhjá mér.

Þarna var hún, svona líka kolsvört og glæsileg. Ég fann það í öllum kroppnum mínum að hún myndi veita mér mikinn unað.

Ég varð að fá hana !

Ég gekk inn um grænmálaða hurðina og horfði beint í augun á slepjulega dólgnum hennar.

Ég benti í átt að glugganum þar sem hún lá og lét sem hún sæi mig ekki, ég vill fá hana þessa, hvað er prísinn?

Nei, ekki þessa, sagði hann hásum rómi, ég er með aðra, minni, betri... kannski aðeins dýrari en ég sé að þú hefur vit á þessu. Hann dró augað í pung og ógeðslegt glott lék um bólugrafið andlit hans.

Nei takk, ég vil þessa og enga aðra, sagði ég harðákveðinn.

Ókey ókey, You´re the boss, sagði hann smeðjulega. 2100 DKK ef þú borgar með cash!

Shit, sagði ég, hún var ekki svona dýr í Þýskalandi í sumar? Ætti hún ekki að lækka í verði svona síðsumars eða hvað?

Sorry, en hér bara prúttum við ekki vinur Capice?

Ég bölvaði í hljóði en greiddi umsamið verð og fékk svo seint um síðir að lýta dýrðina augum.

Það sem gerðist næst er í þokukenndri minningu........

En þegar ég kom heim... heim til konunnar minnar, sem var kasólétt að litlu stelpunni okkar.... brotnaði ég næstum saman og sagði henni allt !!!

Ísköld horfði hún á mig..... 2100DKK? Huh, þær voru nú ódýrari í Þýskalandi í sumar! Heldurðu að ég hafi ekki séð hvert þú varst að gjóa augunum? Nei Jac minn, þú hefur aldrei kunnað þá list að halda andlitinu ef þú sérð eitthvað áhugavert. Guð forði því að þú farir að spila póker ! Og hvað gerirðu svo, ekki segja mér að þú hafir svo guggnað á því? Það væri þér nú líkt minn kæri.

Ég tók á mig rögg og sagði... Nei elskan, hún er út í bíl.

Hvað er að þér ? Náðu í hana og lof mér að sjá gripinn, sagði hún og ég mun alltaf dást að róseminni í rödd hennar.

Ég náði í hana og bar hana yfir þröskuldinn eins og herramanni sæmir.

 

Hér er hún ástin mín.

Nýja

Samsung Media Live Station-in mín !

Er hún ekki æði?

Samsung Media Live

Kveðja til ykkar sem nenntuð að lesa þetta allt hahhahahahahahaha

Jac Norðquist

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þú ert frábær sögumaður, vona að þú njótir þeirrar svörtu vel og lengi.

Marta Gunnarsdóttir, 6.9.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Helga skjol

Hahahahahahahaha bara snilld

Helga skjol, 6.9.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

hehehhehee... ég var farinn að hitna á óviðeigandi stöðum... en ég skil þig vel... ég er græjufíkill líka...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 6.9.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Gulli litli

Ef þetta hefði verið Gibson þá hefði ég betur skilið..

Gulli litli, 7.9.2008 kl. 09:15

5 Smámynd: Jac Norðquist

Hahahahaha já Gulli, það sem að Gibson getur gert fyrir suma, getur Samsung gert fyrir aðra ;)

Magga..... Ætli Samsung framleiði "Hitara" ? Hahahahaha

Takk Marta og Helga :)

Jac

Jac Norðquist, 7.9.2008 kl. 11:04

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég var ordin illa reid á vegum konunnar thinnar.  En gott ad hún var med á kaupunum. haha

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 18:33

7 identicon

Stórkostleg lesning

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 23:00

8 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Veistu þú ert snillingur....þetta var vangefið spennandi heheheheh ;)

Halla Vilbergsdóttir, 12.9.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband