Lykt af dömu
Laugardagur, 6. september 2008
Það var samt eins og hún horfði á móti og setti upp spekingssvip. Ég las úr augum hennar spurn.
Ert þú maðurinn sem munt veita mér ástúð og hlýju þegar ég þarfnast þess, gefur mér öryggi og styrk þegar allt virðist vonlaust, leiðbeinir mér um brautir lífsins og beinir mér frá hættunum og að örygginu?
Ert þú maðurinn sem ég get komið til og hjúfrað mig að, fundið ilminn úr hálsakoti þínu og fundið sterka arma þína umlykja mig? Ert þú maðurinn sem kyssir mig góða nótt og hvíslar í eyrað mitt að þú elskir mig? Ert þú pabbi minn?
Ég beygði mig niður að eyra hennar og hvíslaði í það ég er pabbi þinn,ég elska þig litla dúlla.
Jac Norðquist
Stoltur faðir í 3ja sinn
Athugasemdir
Eitt orð yfir mál og mynd "fallegt".
Til hamingju
Anna, 6.9.2008 kl. 07:41
I know the feeling
Gulli litli, 6.9.2008 kl. 08:39
Þú ert nátturulega einstakur maður... MÁ ÉG FÁ AFLEGGJARA AF ÞÉR..??? Mikið er konan þín og börnin þín lánsöm að hafa þig sem fö'ur og eiginmann...
ég ætla að hætta þessari öfund núna.. en auðvitað meina ég þett allt.. því þetta er satt.... ritknús til fallegu 5 manna fjölskyldunar...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 6.9.2008 kl. 11:56
dásamlegt þegar maður les þig þá er ekki frá því að manni langi bara í annað kríli..;) En það er bara meðan ég les,því svo stend ég upp úr tölvunni og þá minnir fjörugi villingurinn minn á það að mig langar ekkert og veistu ég meira segja hef ekki áhuga að æfa mig að búa það til hehehehhehe;) Það er óþægð á heimilinu En mér finnt þið æði og prinsessan þín flottust enn og aftur til lukku ;)
Halla Vilbergsdóttir, 6.9.2008 kl. 12:01
Takk innilega fyrir kommentin Anna, Gulli, Margrét og Halla ! Ég verð bara að viðurkenna að ég hef eitthvað þvílíkt meirnast upp við fæðingu litlu stúlkunnar minnar.... ekki það að ég hafi ekki verið meir þegar drengirnir fæddust, þetta er einhvernveginn svo mikið öðruvísi núna. En vitiði.... ég er að fíla þetta alveg í botn... þessa viðkvæmu hlið á mér. Ég hef aldrei verið hræddur að sýna tilfinningar.... bara ef ég er einn sko ;)
Bið kærlega að heilsa ykkur og enn og aftur, takk fyrir falleg komment.
Jac
Jac Norðquist, 6.9.2008 kl. 15:39
Það á ekki að koma manni til að skæla í hvert sinn sem maður les færslu hjá þér bói minn, en þú ert alveg yndislegur og börnin þin og eiginkona heppinn að eiga þig að.
Knús á línuna
Helga skjol, 6.9.2008 kl. 18:36
Til hamingju elsku yndislega fjölskylda .....
Börn eru gull heimsins og þið eruð gull vina ykkar ... Til lukku með stelpuna
Jens Hjelm (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 09:43
Yndisleg dúlla. Til hamingju med hana.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.