Til þín ástin mín.....

Litla krúttið mittHalló hjartans litli engillinn minn. Nú ertu loksins fædd eftir að hafa hafst við í maganum á móðir þinni síðustu níu mánuðina. Þú fékkst að sjá dagsljós þann 2. September 2008 klukkan 21:45. Þú varst 51 cm við fæðinguna og 3634gr sem gera ca 14,5 merkur.

Fæðingin þín gekk ekkert alltof vel verð ég að segja, en til viðmiðunar hef ég svosem ekki margt því að bræður þínir, þeir Mikael og Gabríel, voru teknir með bráðakeisara svo hvorki ég né mamma þín uppliðfðum “alvöru” fæðingu.

Mamma þín var sett í gang 1. Sept og lagðist inn á sjúkrahúsið í Odense um kvöldið. Ég var hjá henni fram að 11 um kvöldið en þá fór ég heim. Svo um morguninn þann 2. Sept, fór ég niður á spítala til hennar, þar sem hún lá og beið róleg eftir því að þú færir að fæðast. Eitthvað varst þú nú ekki á leiðinni svo ljósmóðirin ákvað að hjálpa aðeins til og sprengdi belginn svo mamma þín missti vatnið sem umlukti þig í fylgjunni. Það gekk ágætlega svo við mamma þín gengum niður í kantínuna á spítalanum og fengum okkur að borða, þá var klukkan orðin tvö um daginn.

Við trítluðum aftur upp á herbergi og mamma þin lagðist upp í rúm. Það koma afar fínn læknir að spjalla við okkur og reyndist hann hafa verið að vinna á Íslandi í gamla daga. Hann róaði okkur töluvert með því að segja okkur að það yrði ekkert vandamál fyrir mömmu þína að fæða þig þrátt fyrir örið á leginu út af bráðakeisaranum þegar bræður þínir fæddust. Það var neflilega búið að segja okkur að það mætti ekki gefa mömmu þinni “Tripp” til þess að framkalla öflugri hríðar. Nú vildi ein ljósmóðirin gefa mömmu þinni svoleiðis en við mótmæltum. Jan, yfirlæknirinn góði, róaði okkur alveg svo við samþykktum að mamma þín fengi lyf í æð, þetta svokalla “tripp” eða “dripp” man ekki hvort það heitir.

Þegar hér var komið við sögu, var klukkan orðin 17:00 og lítið að gerast hjá mömmu þinni. Þú varst alveg róleg þarna fyrir innan og ekkert að flýta þér. Litla hjartað þitt sló afar vel og gátum við séð það á monitor. Ekkert stress á þér.

Klukkan 19:00 var loks farið að færast fjör í leikinn og skyndilega jukust hríðarnar töluvert og mömmu þinni fór að kenna mikið til. Þetta lyf sem hún fékk, fær neflilega hríðarnar til að fara almennilega í gang og það var sko að gerast. Reyndar gerðist það svo hratt að mamma þín var sárkvalin. Henni var boðið upp á að fá verkjalyf í æð og þáði hún það. Lyfið var pantað og ættu tveir læknar að koma og gefa mömmu þinni það.

Klukkan 20:00 var mamma þín farin að rembast æði mikið og ég og ljósmóðirin hvöttum hana til að rembast ekki, því að hún var ekki orðin alveg tilbúin að fæða þig. En mikið kvaldist hún. Það er rosalega erfitt fyrir karlmann, horfa upp á konuna sína líða svona vítiskvalir skal ég segja þér litla ástin mín. Mamma mín er 6 barna móðir þannig að pabbi minn hlýtur að hafa verið masó/sadó-isti !

Lyfið var ekki ennþá komið klukkan 21:00 :(

Loksins kom að því að mamma þín var tilbúin að fæða og þá fórum við ljósmóðirin, að hvetja mömmu þína að rembast.

Loksins fæddist þú litla krílið mitt !

Ég fékk tár í augun þegar ég sá þig ástin mín. Ég rétt gat stunið upp við mömmu þína, við erum búin að eignast litla stelpu Guðbjörg! Það var alveg dásamlegt að sjá svipinn á mömmu þinni gegnum svitastorkið andlitið, ennþá afmyndað af kvölum en breyttist í hamingjubros við þessar fréttir. Aldrei kom blessað verkjalyfið.....

Ég klippti á naflastrenginn og svo varstu rétt upp í fangið á fallegu mömmunni þinni. Ég taldi snarlega tíu fingur og tíu tær á þér og sá ekkert athugavert í fljótu bragði. Þú virkaðir fullkomin. Læknarnir staðfestu það svo síðar. Litla fullkomna stelpan mín. Hvað getur maður óskað sér betra í lífinu en að eiga heilbryggð og hraust börn.

Eftir að hafa þvegið létt fyrir þig, klæddi ég þig í föt og lét þig svo í fangið á mömmu þinni. Það kunnir þú vel að meta og byrjaðir strax að leita eftir brjósti. Það var yndislegt að sjá þig finna það.

Ég fór svo dauðþreyttur heim til þess að græja bræður þína í skólann daginn eftir. Það var mjög erfitt að kveðja ykkur mömmu þína á sjúkrahúsinu en ég vissi að þið voruð öruggar svo ég varð rólegur.

Ég heiti þér því litla krúttið mitt, að ég skal verða sá besti pabbi sem ég mögulega get orðið. Ég skal vakna á hverjum morgni með þá hugsun í höfðinu, hvernig get ég auðgað líf barnanna minna og stuðlað að hamingjuríku lífi þeirra.

Ég elska þig litla krúttið mitt

Stoltur skrifa ég…. Þinn pabbi

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ó hvað þetta var fallegt, ég er sko ófrísk þannig að þú skilur að ég hágræt yfir þessari færslu

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ég er ekki ófrísk og á það ekki eftir héðan af. Samt tárast ég. Sú litla á gott að eiga góðan pabba.

Marta Gunnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Mikið er þetta fallega skrifað hjá þér... mundu að prennta þetta úr og setja í fallegt umslag merkt henni þannig að hún fái að lesa þetta þegar hún verður stór... Hjarta mitt finnur til af tilfinningum þínum og tárin renna niður kynnarnar því mikið vildi ég að öll börn í heiminum ættu svona faðir eins og þú ert ... þá væri heimurinn fullkominn... Börnin þín eru mjög heppin og gjæfusöm að hafa komið í heiminn með þig sem sterkan, hlíjan, gefandi og meðvitaðan faðir um það hvað börnin eru dýrmæt ... Guð geymi ykkur öll og megi ljós ykkar skína um aldur og ævi.

Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.9.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Mikið afskaplega er þetta falleg færsla, alveg yndisleg

Innilegar hamingjuóskir með dömuna

Kv. Gerða (ókunnug)

Gerða Kristjáns, 3.9.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Það er gaman að eiga vini sem koma manni á óvart og í þetta sinn tókst þér það kæri vinur. Sem betur fer er ég búin að kenna í dag því ég sit og skæli fyrir framan tölvuna yfir þessari fallegu, innilegu og blíðu færslu sem kemur greinilega frá hjartanu. Ég átti ekki von á að sjá þig úthella hjarta þínu svona fyrir alþjóð og meira til  en það var svo sem ekkert þarna sem kom mér að öðru leyti á óvart, vitandi hvernig þú ert. Haltu áfram að elska, virða og sinna fjölskyldunni þinni og vonandi taka aðrir þig þér til eftirbreytni. Bið að heilsa Guggu og strákunum.

Kristín Guðbjörg Snæland, 4.9.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

Vá til hamingju.....ég fékk tár í augun að lesa. konan þín og börn eru ekkert smá heppin að eiga þig vá enn og aftur til lukku minn kæri..;) þú ert frábær í alla staði

Halla Vilbergsdóttir, 4.9.2008 kl. 20:00

8 Smámynd: Landi

Það er sko alveg óhætt að svara spurningunni í laginu "Geta pabbar grátið" með Helga Björns játandi er ég las þessa færslu.Mikið svakalega hafði þessi færsla mikil áhrif á mig og rifjaði upp hverja millisekúndu er barnsmóður mín fæddi dóttur okkar,og ég man hvað ég grét af hamingju þegar ég sá ljósgeislann minn í fyrsta skipti sem er að vísu sofnuð í þessum skrifuðum orðum.

Innilega til hamingju með dömuna.

Landi, 4.9.2008 kl. 20:56

9 Smámynd: Jac Norðquist

Takk takk ! Þið hafið, með kommentunum ykkar, komið fram tárum hjá mér.... þannig að við erum kvitt ;)

Bestu kveðjur frá mér sem að elskar föðurhlutverkið og hlakkar til að takast á við það að ala upp litla stúlku í þetta sinn... ekki það að ég sé hættur að ala upp drengina ;)

Jac

Jac Norðquist, 5.9.2008 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband