Það er að bresta á !
Mánudagur, 1. september 2008
Jæja þá er að koma að því. Konan fer inn á spítala í kvöld og verður svo gangsett í fyrramálið. Auðvitað getur allt gerst í nótt svo ég á ekki von á miklum svefni skal ég segja ykkur. Ef litla krílið verður ekki komið af sjálfsdáðum/inngripinu, verður konan send í Keisaraskurð. Ef allir verðandi pabbar væru eins "rólegir" og ég er núna.... er hætta við að fjöldahjartaáföll stórykjust ! Ég hef fundið alveg nýja hlið á stressinu og er að spá í að sækja um einkaleyfi !
SHIT Hvað ég er stressaður.... Púha ! Ég er td bara búinn að stroka þessa línu út ca 10 sinnum..... hahahahahaha
Mínar bestu kveðjur til ykkar kæru blogglesendur.
Jac Norðquist
Athugasemdir
JJJIIIIII ekkert smá spennó, vonandi manstu eftir að senda okkur sms þegar krílið er komið í heiminn, Gangi ykkur báðum alveg roslega vel.
Knús af klakanum
Helga skjol, 1.9.2008 kl. 15:40
Gangi ykkur øllum rosalega vel. Spennandi ad heyra meira.K vedja frá smábarnafjølskyldunni í Frederikssund.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 15:58
Æði æði æði...gangi ykkur geggjað vel og bókað að ég verð hérna inni með annan fótinn næstu klukkutíma hehehe oh Þó ég geti látið út úr mér að þetta upplifi ég aldrei aftur þá er þetta samt svo gaman heheh maður fær bara nettan hnút að hugsa til ykkar....Knús á krílið og ykkur frá Höllu frænku.hahahah....
Halla Vilbergsdóttir, 1.9.2008 kl. 22:01
Það er bara eðlilegt að stressast þegar kraftaverk eru á næsta leiti.
Gangi ykkur öllum vel.
Marta Gunnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 22:28
Gangi ykkur vel...
Gulli litli, 1.9.2008 kl. 22:58
Jæja sæta fólk ég bíð ennþá spennt ;)
Halla Vilbergsdóttir, 2.9.2008 kl. 09:31
Yndislegt... þetta verður ekkert mál... hlakka til að heyra meira...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.9.2008 kl. 00:17
Komin miðvikudagurinn 3. sept og ég hef ekkert frétt ennþá..... Þetta er mjög spennandi.....
Kristín Guðbjörg Snæland, 3.9.2008 kl. 14:15
þið strákar eruð svo fyndnir ... ÉG er svo stressaður ... en konan sem á eftir að vinna alla vinnuna ?? Til lukku með stúlkuna
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 3.9.2008 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.