COME ON !!!

Ferlega er orðið ruglað fyrir okkur sem búa erlendis að fylgjast með "Borgarmálum" í þorpinu Reykjavík !

Ég er eiginlega alveg hlynntur því að Sjálfsstæðismenn og F-listinn, hætti þessu bara og rétti kyndilinn yfir til Samfylkingarinnar og einbeiti sér að því næstu árin að sleikja sárin og fara að endur-uppfinna sig ! Gefi kjósendum örlítinn frið fyrir ruglinu sem er búið að hellast yfir borgarbúa síðustu misserin.... í alvöru, er fólk ekki orðið örlítið þreytt á þessu ástandi ?

Jac


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Samfylkingin þarf því miður að bíða róleg eftir því að það verði tekið til í fjármálum borgarinnar eftir sjóðasukk R-listans í meira en áratug. Eftir það getur hún aftur hafist handa við að margfalda skuldir, skuldbindingar og útgjöld.

Nema auðvitað að Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn leyfi Reykjavíkurborg að hækka útsvar á íbúa sína enn einu sinni. 

Geir Ágústsson, 14.8.2008 kl. 08:14

2 Smámynd: Jac Norðquist

Æ já.... þetta er rétt hjá þér Geir.... það sem þreytir mig hinsvegar svo mikið er þetta óstabíla rugl..... Hver væri óskastaða þín í Borgarmálum, ef ég má spyrja? Ég er bara ekki mikið inn í þessum málum

Jac

Jac Norðquist, 14.8.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Ég bý sem betur fer ekki í Reykjavík því ég er orðin skilyrt þannig að í hvert skipti sem berast fréttir úr borgarráði þá lokast eyrun á mér og ég hætti að heyra. Það væri verra ef ég byggi í Reykjavík því þá fyndist mér ég þurfa að fylgjast betur með stöðunni. Maður er bara hreinlega komin með upp í kok af flestum stjórnmálamönnum Reykjavíkurborgar og öllu því sem þeim tilheyrir. Ég vona bara að ástandið lagist og stöðugleiki taki við sama hverjir svo sem stjórna.

Kristín Guðbjörg Snæland, 14.8.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband