Hjálp? (Ótengt fréttinni...og þó)

„[Þá] kom högg og eins og hár brestur "

Getur einhver dyggur lesandi, sagt mér hver meiningin er með þessum hornklofum í upphafi setningarinnar hér að ofan? Ég játa það alveg að ég hef aldrei skilið notkunina á þessum hornklofum og sé þá reyndar ekki víða í notkun... ja, nema á MBL....

Takk

Jac


mbl.is Enginn tók eftir honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Eina sem mér dettur í hug er að þeir þýði að blaðamaður hefur breytt orðalagi í tilvitnuninni.  Þessi setning er líka innan gæsalappa sem þýðir að Fjólmundur sjálfur hefur sagt þetta, en líklega notað annað orðalag.

T.d. getur hann hafa sagt "Allt í einu kom högg..." og blaðamaður breytti því í "[Þá] kom högg..."

Venjan er að blaðamaður merki líka að hér hafi orðið breyting, (t.d. með því að skrifa "breyting blm." eða í þá áttina, en hann virðist hafa sleppt því hérna.

Svo getur auðvitað líka verið að þessir hornklofar þýði ekki neitt, bara einhver ritvilla

Rebekka, 12.8.2008 kl. 07:05

2 Smámynd: Jac Norðquist

Hahahahha Takk fyrir RS, ég bíð spenntur eftir fleiri kommentum.....

Jac

Jac Norðquist, 12.8.2008 kl. 07:16

3 Smámynd: gudda

Þetta er rétt hjá RS. Hornklofar eru notaðir í beinum tilvísunum, utan um orð sem búið er að bæta inn / breyta :)

gudda, 12.8.2008 kl. 08:53

4 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir RS og Gudda, ég er loksins búinn að fatta þetta :) Án ykkar góðu hjálpar [aðstoðar] hefði þetta ekki tekist hjá mér ;)

Takk fyrir að nenna að kommenta

Jac

Jac Norðquist, 12.8.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband