Og hvar ætli við.....
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Jæja, þá er loks búið að ná enn einum aumingjanum.... Stríðsglæpamaðurinn Radovan kominn bak við lás og slá. Það var alveg kominn tími á það. Mörgum finnst þrettán ár vera langur tími fyrir svona lúsablesa að ganga lausan en ég minni á leit Símonar Wiesendals að nasista glæpamönnum.... sú leit entist út líf hans og þá tók stofnun kennd við hann við kyndlinum og leitar enn að fyrrum nasistaböðlum víða um heiminn. Tíminn er reyndar að drepa böðlana og það eru að verða síðustu tækifæri á að ná þeim í hús. Svo má auðvitað ekki gleyma Osama Bin Laden.... ekki er það kvikyndi fundið ennþá... Ég á allt eins von á því að hann finnist... í dulargerfi... sennilega með ljóst sítt hár, með lokk í vinstra eyra, krúsandi gaybarina í Reykjavík á kvöldin en vinnur í Kassagerð Reykjavíkur á daginn. Ekki hlægja..... ég minni bara á Mata Hari... sem var ein frægasta kvennpersóna njósnasögunnar.... reyndist svo bara vera karl !
Kveðja
Jac
Í strætisvagni í dulargervi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.