Ha? Ferlega....
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Mikið ferlega fær þessi frétt mikið pláss eitthvað ? Það er bara þvílíkt skrifað um þetta blessaða "Sumarhús á hjólum" sem var og er á mínu heimili gjarnan kallað bara Hjólhýsi ! Ég hallast að því að þetta örugglega ágæta fólk, þekki blm mjög persónulega, því að hann fer bara í heimildaleit og alles.... út af Hjólhýsi !? Eða er bara svona gríðarleg gúrkutíð á ísl fjölmiðlum?
Jac
Sjaldgæfur stuldur: Sumarhús á hjólum horfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eigandinn er búin að upplýsa málið um mikla umfjöllun, hún er systir sýslumannsins á Seyðisfirði!!
Reykvíkingurinn, 15.7.2008 kl. 09:38
Mér finnst nú ekki skrýtið að þessi frétt fái mikla umfjöllun. Það hefur, eftir fréttinni að dæma, engum dottið í hug að stela svona stóru farartæki áður. Nánast ómögulegt að koma úr landi eða fela hér. Ég myndi sko nota mér allar leiðir líka til að ná hjólhýsinu aftur. Jafnvel tala við sýslumanninn á Seyðisfirði(þó hann sé ekki bróðir minn).
Anna Guðný , 15.7.2008 kl. 11:14
Jamm, ég skil.... Ég áttaði mig ekki á gríðarlegri stærð fyrirbærisins, heldur ekki að þetta er systir sýsla... það tvennt skýrir margt !!!
En spáiði í að komast burtu með kvíkyndið... óséðir? Hvar ætli það dúkki upp? Eða eru einhver dularfull tryggingarmál í gangi ????
Jac
Jac Norðquist, 15.7.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.