Ég hata páfagauka !
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Konan mín fór í gæludýrabúðina um daginn. Hún sá þennan rosalega fallega páfagauk, blár hvítur rauður og með smá grænu líka. Á búrinu var verðmiði og stóð 250 kr á honum. Hva? Afhverju er þessi fallegi fugl svona ódýr, spurði hún búðarmannin hissa?Sko, ég verð að segja þér að þessi fugl var alinn upp í vændishúsi og hann á það til að segja nokkur miður falleg orð. Konan mín hugsaði sig aðeins um, en ákvað svo að kaupa fuglinn.Þegar heim var komið, hengdi hún búrið upp í forstofunni og beið svo spennt eftir því að hann segði eitthvað. Fuglinn leit forvitinn í kringum sig og sagði svo skrækum rómi Nýtt hús, ný maddama! Konan mín varð svolítið sjokkeruð yfir því að fuglinn héldi að hún væri Maddama en ákvað svo að þetta væri nú ekkert svo slæmt, eiginlega bara fyndið.Dætur okkar tvær, Karen 12 ára og Hekla 14 ára, komu einmitt heim úr skólanum á sama tíma og konan mín var að brosa að fuglinum. Þá gellur í gauknum Nýtt hús, ný maddama, nýjar gellur! Konan mín og dætur fannst sér dálítið misboðið, en eftir að konan mín hafði útskýrt fyrir þeim hvaðan fuglinn hefði þennan orðaforða, gátu þær ekki annað en hlegið dátt.Stuttu eftir þetta vildi svo til að ég kom heim úr vinnunni, snemma, aldrei þessu vant. Páfagaukurinn horfði á mig og sagði Sæll Jac !!!
Athugasemdir
Já það getur verið vont þegar fortíðin bítur í rassinn á manni....!!! he he
Kristín Guðbjörg Snæland, 11.6.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.