Listinn frá Gunnari

1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?   Já Afi minn hét Gunnlaugur G-ið í nafninu mínu stendur fyrir Gunnlaugur

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Það féllu nokkur tár þegar drengirnir mínir komu í heiminn.

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Já það finnst mér, nema það mætti vera skemmtilegra.

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? Já, tvo syni 5 ára (Tvíburar) og eitt á leiðinni.

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?  Ég er mjög vinafár...svo ætli það nokkuð! Ég hlýt að vera afar leiðinlegur :( 

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ?  Ég held það.

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ?   Ég kom í þennan heim vegna rifins gúmmí, ég ætla ekki að yfirgefa þennan heim vegna rifins gúmmís.

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Ristað brauð með osti og sultu.

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Nei! Ég nenni því aldrei

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKANN ? Já sem betur fer.

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?  Syndsamlega góði ísinn frá Ben&Jerry´s.

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?  Ef það horfir í augun á mér og heilsar þéttingsfast.

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Það fer eiginlega eftir húðlit þess sem varalitinn ber

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ?  Viðkvæmni gagnvart gagnrýni, óþolinæði og sú satðreyns að ég sé með 10 bækur í ritun en næ ekki að klára neina þrátt fyrir að þær séu næsta Harry Potter dæmi... já og mín annálaða hógværð.

16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?  Mér vefst tunga um tönn.
 
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Ekkert endilega, en það væri gaman að sjá það samt.

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Stuttbuxum, ber að ofan og berfættur (+29°c)

19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?  Ég fékk mér lasanja í hádeginu

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?  Leiðin okkar allra með Hjálmum.

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Dökk blár með hvítum jaðri

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?  Ylmurinn af drengjunum mínum er ómótstæðilegur og svo nýji DIESEL for men.

23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?  Bjössa bróðir.

24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR?  Ég tek þátt vegna áskorunnar frá Gunnari frænda og bloggvini... og ég verð að segja að ég þekki hann lítið en langar mjög mikið að kynnast honum betur því ég er viss um að hnn hefur frábæran mann að geyma.

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?  Formúla 1.

26. ÞINN HÁRALITUR ?  Ég er með dökkbrúnt hár 

27. AUGNLITUR ÞINN ?  Grænblár.

28. NOTARÐU LINSUR ?  Já ég nota linsur

29. UPPÁHALDSMATUR ?  Hangikjöt á beini með kartöflumús..

30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Mér leiðast hryllingsmyndir og þoli ekki myndir sem enda ekki vel  

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?  BeeMovie á Íslandi um páskana.

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?  Sko, það var allt reynt á fyrsta deiti í "gamla daga" og ef þær létu undan...missti maður áhugann.

33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Ís með ávöxtum.

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Ég veðja á að Stína vinkona mín taki áskoruninni

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?  Það kæmi mér á óvart ef Jack tæki þátt

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?  Skólabækur og svo Aviation Law & Meteorology.

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?  Engin mynd.

38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Elska Ugly Betty og svo horfðum við á High Fidelity.

39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?  Þoli hvoruga en báðir eiga 2-3 lög sem ég get hlustað á.
 
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Bali og Kuala Lumpur ásamt Rio De Janeiro

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Ég tel mig vera góðan eiginmann, pabba og vin. Að öðru leiti reyni ég að vera til staðar fyrir fólk ef það þarf á að halda. Öxlin mín er breið. 

42. HVAR FÆDDISTU ? Neskaupsstað

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Stínu vinkonu

Þá er þessu lokið og þakka ég fyrir lesturinn

Jac 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fyrst langar mig að þakka fyrir hrósið.

Þú skrifar eitt af þeim skemmtilegustu bloggum ég les á blog.is
Við ættum að reyna kynnast hvort öðrum betur, áður en gúmmíið rifnar...  

PS
Ég átti líka að lenda í lakinu. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.6.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Jac Norðquist

Hahahahaha

Hrósið áttu bara skilið ! Og takk fyrir mig :)

Maður á bara einfaldlega ekki að treysta á Gúmmíið (punktur)

Jac

Jac Norðquist, 8.6.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband