Sadó/Masó er lykill.....
Mánudagur, 2. júní 2008
Sko, er ekki hæfileg blanda af Sadó/Masó bara hinn gullni lykill að farsælu hjónabandi? Ég er í lukkulegu hjónabandi og konan mín leyfir mér alveg að vera karlmaður svona innan um ættingjana mína, þess á milli er ég bara hlýðinn og þægur gaur ! Ég prófaði einusinni að vera óhlýðinn og skellti aftur lokinu á pottinum og sagði hátt "Alltaf helvítis hrossakjöt í matinn" !! Það liðu amk þrír dagar þar til ég sá konuna mína aftur.... fyrst gegnum rifu á öðru auganu og svo smám saman hjöðnuðu bólgurnar úr báðum augum. Læknarnir segja að þeir getu ekki lagað nefbrotið almennilega en handleggirnir báðir og pungurinn eigi eftir að verða jafngóðir innan svona tveggja vikna. Ég verð í það minnsta ekki með meiri óþarfa stæla við konuna mína nema það séu vitni á staðnum. Það versta við þetta var, að ég hafði nú bara beðið hana um að hafa hrossakjöt í matinn áður en ég fór í vinnuna
En eins og ég segi, þá er farsælt hjónaband ekkert nema málamiðlanir, reyndar oftast konunni í hag, en málamiðlanir samt............................. ÞIÞð veRðIð AAA AffSaka EN Jeg PIKA þETA Innn MEÞ NEfihnu þÍ kOnan SáMIG SGRIFA þ.essa FærZlu ogNÚER ÉG FINGURbriotinn á ÖLllum pUTTTum
JAK
Jac
Karlar kjósa fremur einlífi en slæmt hjónaband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta kann að hljóma yfirdrifið... en þú ert bestur!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.6.2008 kl. 21:02
Takk Gunnar.... ég met það mikils ef fólk nennir að kommenta hjá mér og ekki er verra ef þeim líkar bullið mitt :)
Kveðja
Jac
Jac Norðquist, 2.6.2008 kl. 21:27
mér líkar bullið já og ég er líka buin að læra eitt enn....í góðu hjónabandi þarftu bara að kunna 2 orð.semsagt JÁ ELSKAN þá er maður á grænni grein....nema hvað ég kann ekki að muna þetta þegar á reynir ehehhehe þannig ég er nú ekki alltaf vinsæl..en nefbrot og annað hef ég sloppið við...spurning hvort ég verði ávallt svo heppinn.....ég er nefnilega þeirru fötlun gædd að ég er með pínulítið hjarta er RISASTÓRANN MUNN ;)
Halla Vilbergsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:32
Þú ert bara snilli... he he dó úr hlátri gamli :) Bið að heilsa Guggu og skilaðu til hennar frá mér að hún megi eiga bókina sem hún fékk lánaða hjá mér og heitir: Hvernig lemja skal eiginmanninn til hlýðni án þess að lögreglan geti kært fyrir heimilisofbeldi. Ég sé að hún hefur lesið bókina vel svo það er spurning hvort hún láti hana ganga áfram til þurfandi eiginkvenna :) he he
Kristín Guðbjörg Snæland, 2.6.2008 kl. 23:49
Takk fyrir kommentin Halla og Stína :) Það er ykkur að "kenna" að ég skellti uppúr í miðjum Financial Management tíma og þar sem að Fjárhagsstjórnun er ekki til að hlægja að þessa dagana, var mér fleygt út út tímanum og ráðlagt að taka Zoloft eða álíka hemjandi lyf !
Vá, það er strax afrið fyyrrka (#/&$%#"/)""
Þjakk
Jac Norðquist, 3.6.2008 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.