OPIÐ BRÉF TIL RÚV !

Kæri útvarpsstjóri, Páll Magnússon og ágæta starfsfólk Ríkisútvarpsins á Háaleiti.

Ég, sem þegn Íslands og stoltur af Íslenskri tónlistahefð og fólki, leyfi mér að fara fram á að þið dragið sjónvarp okkar allra, út úr söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöða frá og með næsta ári. Að tilkynnt verði um lok þáttöku Íslendinga í þessari söngvakeppni sem okkur, þegnum Íslands, finnst vera orðin að pólitískum skrípaleik þjóða sem bera ekki neina virðingu fyrir tónlistafólki vestrænna þjóða, heldur sjá aðeins tækifæri til þess að sleikja sig upp við sínar nánustu nágrannaþjóðir. Það finnst okkur vera gróf og siðlaus brot á annars mjög hæfi tónlistafólki. Allir eiga auðvitað að fá tækifæri en nú er nóg komið. Drögum Ísland úr keppni opinberlega samanber Ítalíu og fleiri þjóðir og stuðlum að því að ný keppni verði sett á fót.

Með virðingu og vinsemd

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Eurovision er miklu meira pólitík, heldur en lagakeppni.  Og það er undantekning frekar en hitt, ef að besta lagið vinnur.

Þórhildur Daðadóttir, 27.5.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband