Höldum okkur við staðreyndir takk !!!

Sko maður verður bara sárreiður og sjóðandi pissed off þegar maður sér svona léleg stönt eins og meintur sonur Knievels framkvæmdi á bílastæði í Ohio. Það er talað fjálglega um "Rútur" og nefndur fjöldinn 24 í því sambandi ! Sko ég man vel eftir umræddu stökki sjálfs Knievels enda sá ég það í sjónvarpinu svona um 30 árum eftir stökkið og er það ennþá ferskt í mínu minni, eða eins og hefði gerst í gær..eða fyrradag.

Hetjudáðina lék neflilega Evil Knievel á 25 kúbika skellinörðu, með sprungið á báðum og hjólið fast í handbremsu, fyrir utan það að verða bensínlaust fimm mínútum fyrir stóra atriðið og var því reddað með steikingarfeiti úr nálægum McDónaldsstað..... og það besta við hetjudáðina var sú sorlega en skemmtilega staðreynd að Evil var draugfullur og handleggsbrotinn á báðum þegar honum var dröslað á hjólið og framkvæmdastjórinn hans ýtti honum af stað í stökkið örlagaríka. Það kom svo síðar í ljós að framkvæmdastjórinn hélt við ungu konuna hans Evil og er að öllum líkindum pabbi Robbie´s, meints sonar Knievels, en það er önnur saga.

Evil, handleggsbrotinn og draugfullur, vissi ekki hvað djöfullinn hann var að gera á þessu handónýta skellinöðrudrasli, þegar hann rauk af stað, með bensíngjöfina teypaða fasta (Framkvæmdastjórinn) og allt í botni. Hann opnaði augun upp á gátt, almáttugur góði guð, er stökkið yfir rútuna í dag, flaug leyftursnöggt gegnum sýrðan huga hans..... og takið eftir "RÚTUNA" !!!

 Já hann átti upphaflega að stökkva yfir aðeins EINA rútu !! En hann var bara, eins og gefur að skilja, ekki í stuði fyrir rútustökk einmitt í dag. Hann ætlaði að stoppa en þar sem hann var brotinn á báðum, hjólið hvort sem er fast í handbremsu svo ekki þýddi eitthvað að vera fokka í bremsunum, hallaði Evil sér fram á stýrið og beit í það og sveigði skarpt til vinstri.... ekki tókst betur til en það að hann svingar inn á hálf kláraðann Skater stökkpall og hentist upp í loftið og yfir fjórtán Grayhound Rútur sem voru parkeraðar á þessu stóra bílaplani..... Restina af sögunni þekkið þið !

Svo mörgum mörgum árum síðar, kemur hinn meinti sonur og fer á nýjustu árgerð af mótorhjóli 600 kúbika (á móti25 kúbikum Evils) og stekkur yfir 24 mini-bussa sem stóðu þétt saman með alvöru stökkpalla báðum megin við ! Evil hefði grátið af skömm ef hann hefði verið á lífi og séð hvað var mokað undir rassinn á litla bastarðinum ! Nei, í mínum huga er Robbie Framkvæmdastjórason, ekki neinn ofurhugi heldur bara ofvaxið spillt pelabarn með töluverða komplexa í farteskinu.

Kveðja

Jac


mbl.is Bætti met föður síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvarður Goði

hahaha,

Ég man eftir pabbanum síðan þegar ég var ansi ungur. Mjög skemmtilegur pistill hjá þér.

Þetta var nú samt ansi mikikð stökk hjá stráksa, þó svo pabbinn hafi verið brautryðjandinn. Heldur Knievel nafninu á lofti, sem er kannski aðalatriðið í þessu máli.

:-)

hils Carls, Slots og Refsvindinge fra mig.

mvh

Thor

Þorvarður Goði, 26.5.2008 kl. 06:47

2 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir kommentið Þorvarður. Ég hélt mikið upp á Knievelinn og horfði með áfergju allt sem frá honum kom :) Tær snilld.

Jac

Jac Norðquist, 26.5.2008 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband