Hvað með Ni**** ?
Sunnudagur, 25. maí 2008
Ef þessi rök eru færð fyrir málinu, hvað með að kalla fólk "The N word" ? Er það þá bara í lagi ? Ég sé ekki mun þar á milli, eða ekki mikinn amk. Æ ég veit það ekki, auðvitað á fólk að vera opnara og með meiri "Þolinmæði" gagnvart hverju öðru. En þá væri nú heimurinn kannski fullkominn og ekki viljum við það?
Jac
Megum hæða trúarbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
´
Hvað er "The N word" ? Ég er nú bara ótíndur sveitavargur og skil Hvorki Reykvísku né danska Íslensku. Ef þetta er eitthvert dóna orð sem má ekki sjást á prenti/bloggi, þá getur þú sent svarið á netfangið mitt: bjornbondi@yahoo.com
Kveðja
Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 25.5.2008 kl. 11:03
Það er einfaldlega stór munur þar á. Það er munur að gera út á kynþátt fólks sem fólk getur ekkert gert í, en trúarbrögð sem er val einstaklings. ef þú ert að reyna að líkja þessu saman, þá getum við líka sagt að það megi ekki gera út á stjórnmálaskoðanir því við eigum að bera virðingu fyrir þeim. Það að gagnrýna og hæða trúarbrögð á fullan rétt á sér eins og margir gagnrýna stefnu George Bush. Maður á ekki að neyða sig til að bera virðingu fyrir hlut sem brýtur gegn þínu eigin siðferði. Sum trúarbrögð eiga ekki að vera heilagri, en önnur. ..
Sigurður Árnason, 25.5.2008 kl. 11:19
Kæri Björn, það er einmitt málið, að setja þetta ekki á prent en ég skal reyna að leysa þetta hér í kommentinu.... The N word er orð sem var notað um blökkumenn hérna í gamla daga í Bandaríkjunum. Blökkumenn sem eru Rapparar nota gjarna orðið sín á milli en ef hvítur maður dirfist að segja það þá er hann hengur opinberlga fyrir rasisma samanber leikarann sem lék Cosmo Kramer í Seinfeld þáttunum. "N***r" rímar við orðið Digger og er afbökun af orðinu Negro (sem þýðir svart)
Vonandi að þetta varpi ljósi á málið. PS ég þori ekki að senda nánari útskýringar á netfangið þitt því að ef maður lætur fara eitthvað frá sér á prenti, gæti það komið illilega í hausinn á manni síðar....svona þegar ég feta í fótspor ÁstMögurs Magnúss og sæki um topp jobbið á Bessastöðum ! Hahahahahaha
Takk svo fyrir að nenna að kommenta á bullið mitt
Jac
Jac Norðquist, 25.5.2008 kl. 11:23
Takk Sigurbjörn fyrir kommentið..... bloggið mitt heitir Bull& Vitleysa. Það ætti að segja margt ;) Ég er hins vegar mjög mismunandi fyndinn.... Það ætti að segja meira. Og svo að lokum...... takk fyrir að sýna þolinmæði og skilning gagnvart fólki sem hefur ekki sömu skoðun og skilning og þú
Jac
Jac Norðquist, 25.5.2008 kl. 11:26
Ég meinti að sjálfsögðu.... Sigurður, ekki sigurbjörn í kommentinu hér að ofan :)
Jac Norðquist, 25.5.2008 kl. 11:57
Já tjáningarfrelsi er meira virði og ég tel að "hatursáróður" eigi að vera löglegur eins og í bna
Alexander Kristófer Gústafsson, 25.5.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.