Ég vill fá.....
Föstudagur, 23. maí 2008
Ég vill fá alþjóðadómstólinn í Haag, úrskurða að við, Íslendingar, eigum Jan Mayen !!! Það er gersamlega út í hött að Noregur skuli eiga þessa eyju sem er í bakgarðinum hjá okkur. Nei takk, hingað og ekki lengra, Jan Mayen heim og það núna !!!
Kveðja
Jac
Smáeyja úrskurðuð í eigu Singapore | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, það er ekki alveg rétt ...held ég Anna ! Það sem um ræðir með Kolbeinsey var það að ef hún hyrfi í hafið. myndi landgrunnið breytast og landhelgin okkar færast nær meginlandinu og við þannig tapa töluverðum fiski og mögulegum hafréttar svæðum. Td Olíuvinnslusvæðum og fleira. En svona að Jan Mayen aftur... æ þá var þetta bara aulahúmor í mér... en samt finnst mér að við hefðum í árdaga átt að festa fána okkar á hinn 769 metra háa Rudolftopp. Það eru svosem engar nýtanlegar auðlindir á Jan Mayen en kannski finnst Olía þar einhvern góðan veðurdag og þá verð ég bara meira abbó út í Nojarana !!! Hahahahahaha
Takk kærlega fyrir að kommenta á auma færslu mína.
Kveðja upp á Ísland
Jac Norðquist
Jac Norðquist, 23.5.2008 kl. 15:45
Hver segir að nýlendutíminn sé liðinn? Við Íslendingar fengum aldrei tækifæri til að leggja undir okkur nálægar eða fjarlægar þjóðir (reyndum við indíánana hérna um árið en þeir höfðu betur). Er ekki bara málið að fara í útþennslustefnu og TAKA Jan Mayen... !!!!! Svona bara upp á grínið
Kristín Guðbjörg Snæland, 24.5.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.