Sat og .....

Ég settist fyrir framan sjónvarpið í gærkvöld og horfði á Íslenska lagið í undanúrslitunum. Ég er enginn sérstakur aðdáandi Júróvisjón en ég verð að segja að mér finnst Íslenska lagið bara nokkuð gott. Danska lagið var ég að heyra í fyrsta skiptið og mér líkaði það bara alls ekki. Önnur lög nennti ég ekki að hlusta á og fór út á verönd og kveikti upp í brenni-ofninum og hafði það kósý við eldin meðan ég ræddi Júróvisjón við Kötlu systir. Nú, svo kom að stigagjöfinni og ég, sem góður og gildur Íslendingur, sendi þeim mitt atkvæði, sem kostaði eina danska krónu (15,5 íkr).+ almennan taxta sem er í mínu tilfelli 20 íkr á sms = 35,5 kr meðan Katla var að borga 99,90 fyrir sitt atkvæði.... ég er viss um að hún kaus Tyrkland eða álíka land !!! Jæja svo kom að því hvaða lönd voru svo heppin að komast í úrslitin á laugardagskvöld og viti menn, þegar Ísland komst inn, þá rak minn bara upp nett gleðiöskur !! Til hamingju Ísland sko. Ég fylltist þjóðernisstolti og romsaði upp úr mér úrslitum frá síðustu 22 árum í Íslenskri júróvisjónþáttöku, án þess að draga andann á milli. þetta kom mér og konunni svo á óvart að það lá við yfirliði á báða bóga..... ég er semsagt orðinn aðdándi númer 1. eða þar til þau renna á rassgatið með þetta á lagardag.... nú eða þau þá vinna og þá held ég dampi fram að næstu keppni.... ójá, best að skilgreina "Vinna", það er allt ofar en 9unda sæti !

Kveðja

Jac "Óskar Hjálmtýsson" Norðquist


mbl.is „Ísland getur unnið Evróvisjón"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband