FÁRÁNLEGT !!!!
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Sorry, ég er stoltur Íslendingur og allt það.... en að kalla þennan mæli ÍSLENSKAN, get ég bara ekki skilið ? Þetta er prófessor við háskóla í Danmörku og er í hópi, takið eftir, hópi af alþjóðlegum vísindamönnum. Þessi dásamlegi prófessor "Hannaði" mælinn en var hann smíðaður eða hannaður á Íslandi fyrir íslenskt fé... að hluta eða einhverju öðru leyti ?? Ekki kemur það fram í fréttinni svo ég hlýt að álíta að mælirinn sé kostaður af Danska háskólanum og / eða af þessum alþjóðlega samstarfshópi. Mér finnst þetta full aum tilraun í að blása upp þjóðarstolt !!! Í gríðarlegum ákafa við að birta þessa merkilegu frétt, náði mogginn ekki einusinni að redda almennilegri mynd af hæstvirtum Prófessor, hvað þá að þeir útvegðuðu nú mynd af Íslenska verðurmælinum ! (svo hefði nú verið tilvalið að ná í mynd af Mars og benda með ör á svæðið sem ég skoðaði í stjörnukíki fyrir stuttu síðan, það má vel kalla það svæði "Litla Ísland" út af því að það var jú ég, íslendingurinn sjálfur sem leit það augum.... nú bíð ég bara eftir harðsoðinni æsifrétt, kokkaðri af Mbl mönnum, án þess að hringja í mig. Hér er svo mynd fyrir þá svo hægt sé að birta mynd af Stolta Íslendinginum)
Kveðja
Jac
Geimáhugamaður
Mars-geimfar með íslenskan vindmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef aðeins spjallað við þennan mann og Halli er ekkert meiri eða minni Íslendingur en ég og þú. Það eru þónokkrir íslenskir eðlisfræðingar sem vinna við stjörnufræði úti í löndum enda er atvinnumarkaðurinn á þessu sviði agnarsmár hér heima.
Bestu kveðjur,
Sverrir Guðmundsson
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 20.5.2008 kl. 07:53
Takk fyrir kommentið Sverrir.... getur verið að þú hafir lesið pistilinn minn aðeins of hratt? "en að kalla þennan mæli ÍSLENSKAN" Ég er ekkert að efast um að Halli sé meiri eða minni Íslendingur en við en þú skilur hvað ég er að fara með að Mælirinn sé tæplega "Íslenskur" þó að hann sé unninn af íslendingi í útlöndum, fyrir háskólafé í útlöndum..... lítið íslenskt við það. En auðvitað hefði mátt orða fréttina öðruvísi og það er einmitt það sem ég er að gagnrýna.... þennan blessaða æðibunugang á MBL, ekki bara við þessa frétt heldur svo margar aðrar. Með bestu kveðjum
Jac
(Sem er auðvitað stoltur af Halla Proffa því hann er að gera frábæra hluti greinilega :)
Jac Norðquist, 20.5.2008 kl. 08:17
Ójá, ég hljóp ansi hressilega á mig þarna :-) Bið þig að afsaka þetta frumhlaup.
Tek undir að mælirinn muni seint teljast íslenskur en líklega er einhver blaðamaðurinn að leitast við að búa til „betri“ frétt með þessum árangri.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 20.5.2008 kl. 08:26
Þú ert fullkomlega afsakaður Sverrir
Jac
Jac Norðquist, 20.5.2008 kl. 09:05
Já, maður fær stundum svolítinn kjánahroll af sjálfsdýrkun okkar Íslendinga stundum. ;) Þetta land er svo mikið krútt.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:19
Ísland er krútt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 13:16
Sammála þér Jón, það er bara þessi æðibunugangur alltaf á MBL (og fleirum) sem verður þess valdandi að svona "gríðarlegar" fréttir eins og við erum að kommenta hér á, verða hálf hallærislegar. Hvað hefði það komið að sök ef blaðamaðurinn hefði bara haft sambandi við' prófessorinn og sagst vera að skrifa frétt, hvort það væri hægt að fá þokkalega mynd? En nei, það ersennilega farið inn á vef háskólans hér á landi (ööö Íslandi, ég bý í DK) og copy pasteað mynd sem var tekin á lásý myndavél til notkunar í aðgangspassa að skólanum !!!!
MBL.... Vinna fréttirnar betur !!!
Kveðja
Jac
Jac Norðquist, 20.5.2008 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.