Gaman væri....
Föstudagur, 16. maí 2008
Það væri svo gaman að vita hvort nálarnar hefði verið fjarlægðar af borginni eða ábyrgum borgara. Ég verð að viðurkenna að mér finnst Frikki vera óábyrgur borgari, því að ég hef sjálfur fjarlægt svona sprautur af bekk í Reykjavík og sú staðreynd að hann kom aftur og sá barn vera spranga þarna í kring sýnir mér ennþá betur að hann er alls ekki ábyrgur borgari. Jú jú gott að hann hringdi, en mér er sama. Hann hefði sem ábyrgur borgari átt að taka málið í sýnar hendur. Það eru ruslafötur við flest alla bekki á Miklatúni ef ég man rétt og það er ALLTAF hægt að redda sér um einhvern pappír eða ílát til þess að pikka upp sprauturnar svo manni stafi ekki hætta af því að stinga sig, og setja í ruslið. Ég ætla samt ekkert að vera dissa hann Frikka hér og er það alls ekki ætlunin að gera eitthvað lítið úr honum. En málið er að ég hef gert þetta, af hverju ekki hann? Það má alveg tala um öryggi og hættu á smiti (lifrarbólga C, Alnæmi) en eins og ég segi, það eru möguleikar á að fjarlægja þetta án áhættu með lítilli fyrirhöfn svo að börn stingi sig ekki, því ekki hafa þau vit á því að fikta ekki með sprautur ef þau ná í þær. Skiljiði hvað ég er að fara?
Jac
Nálarnar fengu að liggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir að svara mér kæri Friðrik, ég met það mikils. Auðvitað er alltaf erfitt að setja sig inn í aðstæður eins og þessar og ég skil fullkomlega (núna) af hverju þú brást eins við og þú gerðir. Með það að ætlast til að fólk (þú) settir þetta dót í ruslið var eingöngu meint til þess að fjarlægja þetta frá smábörnum með forvitna fingur. Það er auðvitað neyðarúrræði að setja þetta í nálæga ruslafötu en mér finnst betra að þetta fari þangað en að liggja á glámbekk, sérstaklega eftir að búið er að láta viðkomandi aðila vita (borgina). Svo að öðru... ég er, eftir að hafa lesið þetta allt yfir aftur, algerlega rasandi yfir slælegum viðbrögðum borgarstarfsmanna !! Ég vona að þetta verði til að ýta aðeins við þeim svo að starfsfólk hafi kunnáttu og vit til að bregðast við svona vágesti sem þessar nálar eru. Eins og ég tók skýrt fram í færslunni minni Friðrik, þá var ég alls ekki að dissa þig og vona ég að það hafi komist skilmerkilega til skila. Ég var eingöngu að bera við þegar ég sjálfur lenti í þessari sömu aðstöðu og í staðinn fyrir að skilja þetta eftir, þá gat ég gert eitthvað í málinu. Ég skil og virði að þú varst með lítið barn þitt í höndunum og hárrétt að vera ekki að skapa hættu fyrir það. En ég veit líka að þú skilur hvað ég var að fara með að "reyna" að taka málið í þínar hendur eins og ábyrgur borgari. Það er, þessu var beint til allra Friðrik, ekki bara þín Það er auðvitað ósk mín og von að við verðum með meiri samkennd heldur en raunin er. Friðrik.... aftur þakka ég þér fyrir að svara mér og virði ég þig fyrir að hafa svarað skilmerkilega en ekki með eitthvað bloggskítkast eins og svo algengt er ef maður vogar sér að varpa fram gagnrýni á eitthvað ákveðið málefni. Með bestu kveðjum í sólinni hér í Danmörku.
Jac Norðquist
Jac Norðquist, 16.5.2008 kl. 10:20
Fyrirmyndar svar frá Friðrik.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.