Já vissuð þið með......
Föstudagur, 16. maí 2008
Já þið vissuð alveg að Einstein var á brjósti fram að fertugsaldrinum !! Alveg satt. Það skýrir allt. Konan mín á að eiga í lok Ágúst og þar sem við fáum bara eitt barn í þetta sinn (eigum tvíbura), þá er ég að spá í hvort ég megi ekki leggjast á annað brjóstið, bara svona fyrir jólaprófin ? Best að lauma því að henni svona ofurvarlega til að venja hana við tilhugsunina.... er einhver með góð ráð handa mér við að telja hana á þetta? Hún er neflilega svo skrambi skynsöm að ég get ekki bara vaðið upp að henni og heimtað sopa eða eins og þeir í Little Britain segja "Bitty" ;)
Jac
Lengri brjóstagjöf eykur greind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
HEHE þá auðvitað segir henni að þú sét að bilast úr sogþörf og verðir bara að fara á annað brjóstið....;) en tvíbura vá er það ekki gaman....Ég fór að heimsækja 3gja mánaði tvíburastelpur í gær og jesús ég bráðnaði....hehe alveg dásamlegar en mikið djöfulli erfitt trúlega...ég sagði við minn 3gja ára vá sjáðu þau eiga tvær,og spurði hann hvort við ættum ekki að taka eina bara með heim...þá svaraði hann um hæl, JÁ NEI ÞÁ ER ÉG FLUTTUR... FRABÆR ÞESSI BÖRN OG ÞIÐ EKKI SMÁ LUKKULEG,AÐ FÁ NYTT BRÁÐUM...;) HAMINGJUR HÉÐAN...
Halla Vilbergsdóttir, 17.5.2008 kl. 00:46
Takk fyrir góð ráð Halla, ég er að spá í að lauma þessu að henni við tækifæri. Er byrjaður að missa út úr mér svona línur "Guð hvað mér langar í brjóstsykur, eða bara eitthvað til að sjúga" svo geng ég um eyrðalaus og styn þungann. Þannig að í lok ágúst, þá ætti svo lokahnykkurinn ekkert að koma henni á óvart en ég hafði hugsað þá línu einhvernveginn þannig "Æ elskan, mikið hefðum við nú öll gott af því að ég fengi smá brjóstamjólk, helurðu ekki?" svo er bara bíða og vona að allt gangi upp
En svo ég svari því hvernig það er að eiga tvíbura :) Þá er það auðvitað alveg dásamlegt. Þeir eru tvíeggja og eins og svart og hvítt í skapgerð. Það var ekkert erfitt að "byrja" að ala þá upp, því við þekktum jú ekkert annað ! Þannig að okkar fyrsta reynsla af eigin börnum var semsagt bara tvöföld og það var normið fyrir okkur. Það verður eflaust "Skrítnara" að eiga svo bara eitt stykki í ágúst
Skondinn litli gaurinn þinn og línan hans hehehehe. Það á ske ekkert að vera dreifa athyglinni á eitthvað nýtt barn takk fyrir.
Takk fyrir kommentið og hamingjuóskirnar.
Kveðja
Jac
Jac Norðquist, 17.5.2008 kl. 09:22
ja hehe takk...ég á einmitt 3 börn...eina 13 ára stelpu og níu ára dreng og þau hafa alltaf verið eins og englar og ég hugsa oft guð hvað ég vildi hafa átt villa fyrstan hehe ég er of gömul fyrir þetta bull í honum allann daginn;)
Halla Vilbergsdóttir, 17.5.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.