Bankaöfund Dana !!!
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Það er ekki einleikið hversu Danir reyna að djöflast á Íslensku bönkunum með sífelldri niðurrifsgagnrýni sem á eiginlega enga stoð í raunveruleikanum. Hér er frétt sem er titluð "Kom vel á vondann"
DANSKE Bank hefur tapað um
413 milljónum danskra króna, jafngildi
um 6,8 milljarða íslenskra
króna, á dönskum húsbréfum. Markaðsviðskiptasvið
bankans veðjaði á
að verð bréfanna myndi hækka gagnvart
þýskum ríkisskuldabréfum.
Raunin varð hins vegar sú að verð
húsbréfanna lækkaði og því varð tapið
að veruleika að sögn Børsen.
Svo er hér önnur frétt um það hve vel bankarnir stóðu af sér storminn. Nú er bara að sjá hvernig Dönsku "Fjármálaséníin" sískrifandi, svari þessu.
"ÍSLENSKU bankarnir koma inn úr
kuldanum, segir í fyrirsögn á frétt
Financial Times um helgina, þar
sem blaðamaðurinn David Ibison
fjallar um uppgjör Kaupþings,
Landsbankans, Glitnis og Straums
eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs.
Þar segir að bankarnir hafi á
fyrstu mánuðum ársins ekki farið
varhluta af óróanum á alþjóðamörkuðum.
Þrátt fyrir orðróm
um áhlaup á bankana og
meintar árásir vogunarsjóða hafi
þeim með uppgjörum sínum tekist
að sýna gagnrýnendum að allt tal
um hrun í bankakerfinu hafi ekki
átt við rök að styðjast. Uppgjörin á
síðustu vikum hafi verið það góð
að sennilega sé mesti bankastormurinn
að baki. Miðað við alþjóðlega
viðmiðun hafi íslensku
bankarnir sýnt með uppgjörum
sínum trausta stöðu og þeir séu vel
fjármagnaðir. "
Heimildir Morgunblaðið
Kveðja
Jac
Athugasemdir
Það verður virkilega áhugavert að sjá/lesa hvernig "Fjármálaséníin" sískrifandi" svara þessu.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.5.2008 kl. 12:54
hi hi gott á danskinn!
Kristín Guðbjörg Snæland, 14.5.2008 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.