Sko, þetta er komið í hring.

Þetta reykbann er alveg að verða komið í hring, ekki satt? Skoðið þróunina...fysrt er bannað að reykja inni á skemmtistöðunum.... og fólk fer út og reykir þar...svo kvarta allir og kveina því íslenska veðráttan er ekki sú mest fyrirgefandi hér á jörð..... svo eru byggð skýli fyrir reykingafólkið....og jafnvel hljóðeinangrandi svo nágranna hótelin og aðrir verði ekki fyrir ónæði...ok, þá má segja að það sé búið að bæta við einu aukaherbergi eða sal við viðkomandi skemmtistað því að nú er reykrýmið orðið lokað, hljóð,vatns og rokþétt.... og þá er það í raun orðið inni..!? Ekki satt? Og þá er nú stutt í að það verði settur upp "Bar" fyrir reykingafólkið, inni í reykrýminu..... sem er auðvitað opið fyrir Alla gesti staðarins.... ekki satt? og þá spyr ég.... er þetta ekki komið í hring? Nema hvað að staðurinn er "Neyddur" til að stækka örlítið. Allt komið í sama farið eftir fáein ár !!! Ekki misskilja mig, ég er sjálfur búinn að vinna á skemmtistöðum í all mörg ár (í þá gömlu góðu sko) og ég hef aldrei reykt sjálfur og finnst þetta vera ótrúlega ógeðfelldur siður.... en er samt mjög líbó á því gagnvart fólki, en fagna þessu reykleysi á opinberum stöðum, sérstaklega gagnvart starfsfólkinu.

Jac


mbl.is Apótekið bregst við hávaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Ég tek hjartanlega undir með ykkur báðum. Þetta er orðið of langt gengið.

Kristín Guðbjörg Snæland, 8.5.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband