Einkennilega hannað....

Sko, ég hef áður skrifað um flugsýningar og öryggi en ætla að bæta aðeins við hérna. Það vekur sífellt fuðru mína að sjá, það sem mér finnst vera illa hannaðar flugsýningar með tilliti til öryggis áhorfenda. Ég tek það fram að ég er leikmaður með mikinn áhuga á flugi.

Þessi skemmtilega "Þrautabraut" sem má sjá á þessu myndskeiði, sýnir vélarnar koma inn fyrir framan áhorfendaskarann og taka frekar þrönga beygju þar sem að útfallshorn er nánast beint fyrir framan fólkið !! Þetta þýðir að ef eitthvað gerist fyrir vélina, missir afl eða flugmaður missir meðvitund vegna G krafta (þyngdarafls), þá stefnir vélin beint inn í skarann. Þetta er svipað og setja fullt af áhorfendum inn í krappa beygju á rallkeppni og það er mikil hálka á brautinni. Mér finnst þetta vera svolítið vanhugsað af skipuleggjendum svona keppna/sýninga.

Jac 


mbl.is Æsileg flugkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband