Já þetta er sannarlega
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Óréttlátt hjá vorri Ríkisstjórn. Þeir eru auðvitað "bara" að fara eftir reglum frá Evrópusambandinu sem eru hannaðar fyrir bílstjóra sem keyra eftir evrópsku hraðbrautunum og eiga það til að sofna, ekki af þreytu heldur eintómum leiðindum á tilbreytingalausum akstrinum, en taka ekkert tillit til okkar ágætu bílstjóra sem svo sannarlega þurfa að vera með ekki bara 100% athygli heldur svona 130%, vegna þess að það er ekkert grín að vera keyra okkar kolólöglegu "Hraðbrautir" á 18 hjóla trukk með tvöföldum tengivagni og mæta svo Barða Pálssyni Kverjan, þar sem hann kemur á glænýja Kia Sorbits bílnum sínum með Ægis-Hjólhýsið sitt sem hann keypti fyrir síðustu helgi, hangandi aftan í Kia-num og með alla familíuna með auðvitað.... Hann keyrir auðvitað á 130 því nýji bíllinn torkar svo drullu vel þrátt fyrir hjólhýsið og fullan bíl af fólki... hann glottir þegar hann stoltur tekur fram úr hverjum 100km fávitanum á fætur öðrum og skilur ekkert af hverju þeir drullast ekki úr sporunum....
Svo, eftir enn eina blindhæðina í Borgarfirðinum, lendir hann í aðstæðum sem komu honum og allri fjölskyldunni beina leið til Guðs, nýja fallega bílnum upp á gám við Rauðavatn með nýjustu tölum um látna í umferðinni og hjólhýsinu á hauganna. Það síðasta sem hann gerði var að horfa steinhissa í augun á bílstjóranum á 18 hjólatrukknum sem var búinn að víkja eins langt og hann gat út í lélega kantinn á þjóðvegi nr 1 sem hafði í raun engar "vega axlir" og var að fara að hvíla sig því að skífan sagði honum að gera það..... Hinn 18 hjólatrukkurinn sem hafði meiri tíma til umráða, hafði reiknað með að ná næstum í Brú í Hrútafirði áður en hann myndi hvíla.... í staðinn eyddi hann megninu af deginum í lögregluskýrslur og áfallahjálp ásamt hinum bílstjóranum og nokkrum öðrum sem komu fyrstir á vettvang.
Kannski þessi blessaða ríkisstjórn fari að gera tvennt.... laga "Þjóðvegina" okkar og "aðlaga" þessa annars ágætu hvíldartíma að íslenskum raunveruleika.
Kveðja
Jac
„Við erum bara sektaðir“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gæti ekki verið meira sammála.
Einu sinni var ég á leið niður holtavöruheiðina á leið í Reykjavík með fellihýsi aftan í bílnum er Vínrauður Volvo x70 eða x90 kemur með hjólhúsi og tekur fram úr mér á ekki þessum besta stað að mínu mati,ég var ekki á mikilli ferð og reyndi eins og ég gat að færa bílinn nær vegöxlinni þegar þessi volvo kemur að hliðinni vantaði ekki meira en 3-4 cm á að speglarnir færu saman,ekki nóg með það heldur var hávaðinn inní bílnum hjá örugglega yfir 100 desibil þar sem barnið og konan misstu sig af hræðslu..
Þessu hef ég aldrei lent í með vörubíla enda held ég að þeir sem aka þeim séu meira meðvitaðari um lengd og breidd trukksins en margur annar ferðalangurinn með skuldahala aftan í bílnum.
Landi, 6.4.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.