Nei og aftur nei !!
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Ekki finnst mér það ætti að koma til greina að náða þessar eða aðrar nornir, hvort sem þær voru uppi fyrr á öldum eður nýlega. Hver man ekki eftir Galdra Bertu sem átti heima í Berufirði 1689 ! Eru virkilega allir búnir að "Gleyma" þegar hún kom Bólusótt á hálfa sveitina vegna þess að einhver hafði stolið frá henni rándýrri flösku af Froskahlandi og sett í staðinn venjulegt hundapiss !? Hún sagði að það hefði stórskaðað heilan árgang af Nornadjús sem hún seldi dýrum dómum á markað í Frakklandi... Hún var rekin úr ASN (Alþjóða samtök Norna) í kjölfarið fyrir gallaða djúsinn. Bólusóttin í Berufirði var eitt af aðal ástæðunum fyrir Galdrabrennunni sem haldin var árið eftir og Galdra Berta ásamt nokkrum óþjóðalýð sem safnað var tilfallandi úr nágranasveitum, voru brennd á báli og jafnframt var haldið hið árlega "Grillmót Austfjarða". Rétt í þann mund sem eldurinn var borinn að bálkestinum, lagði Berta á öflug álög á alla austfjarða-klíkuna svokölluðu, hún myndi um aldur og ævi verða mjög á skjön við allt norm, ætt fram af ætt hefur það æ síðan fylgt austfirðingum að þeir eru ekki eins og fólk er flest !! Auðvitað eru til gríðarlega mörg önnur dæmi en ég ítreka að það ætti enginn að taka því létt að ætla að náða þessar nornatu**ur ! Ég er ekki búinn að gleyma og það ættuð þið ekki heldur !
Jac (austfirðingur, en ekkert sérstaklega stoltur af því)
Síðustu nornirnar náðaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
öö ertu að grínast eða??
Angelfish, 29.2.2008 kl. 13:14
Já... þessar nornir...
Ásgrímur Hartmannsson, 29.2.2008 kl. 13:24
Kæra/i Angelfish ! Já því er auðsvarað.... ég er að grínast Ekki ætla ég að halda því fram að húmorinn minn sé góður, nei nei langt í frá.... en ég hef bara þessa miklu innri Þörf til að rugla með hlutina og ef ég er tekinn alvarlega og næ að stuða einhvern með þessu bulli.... þá er tilgangi mínum náð Ég vil benda lesendum einnig á að þetta blogg mitt heitir einmitt "Bull og Vitleysa"..... kærar kveðjur og takk fyrir að gefa ykkur þó tíma til að kommenta á ruglið mitt, það þykir mér vænt um.
Jac
Jac Norðquist, 29.2.2008 kl. 13:26
hehe ég var á báðum áttum..
Angelfish, 29.2.2008 kl. 14:36
Ég verð að segja að þetta bull þitt heillar mig mikið. Maður situr og les og allt í einu finnur maður verk í kinnunum og þá kemst maður af því að það er glottinu að kenna... takk kærlega fyrir skemmtunina.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.2.2008 kl. 14:47
Takk fyrir Gunnar, skemmtunin er öll mín megin eins og sagt er
Jac
Jac Norðquist, 29.2.2008 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.