Góðir gestir :)

Þetta er búið að vera skemmtilegur tími undanfarið og mikið hlegið skal ég segja ykkur :) Karen og Bjarki komu hingað á föstudag 25.Jan og fóru í morgun. Við sóttum þau á völlinn eftir að þau náðu að tefja Express vélina nógu mikið til þess að ég væri búinn að verja verkefnið mitt og gæti þarafleiðandi náð í þau á völlinn svo þau þyrftu ekki að taka lestina til Odense... ;)

Við höfðum það bara kósý og afslappað hér heima en skelltum okkur til Þýskalands á mánudag og komum svo við í Malmö Svíþjóð í smá pissustopp áður en við skutluðum þeim á Kastrup í morgun. Svo var kíkt aðeins á McDonalds í Fisketorvet og Guðbjörg verslaði gjöf fyrir Sigríði dóttur Önnu og Ragga sem búa í Valby og kíktum við aðeins á þau. Fórum reyndar í aðra afmælisveislu á laugardaginn í Flauelsgrasið hjá Áslaugu, Vigni og Tinnu en hún varð einmitt 5 ára sú litla.

Það er búið að vera frábært að vera í fríi þessa vikuna og alveg hreint yndislegt að Karen og Bjarki skulu hafa verið hér hjá okkur. Við eigum góða vini þar. Takk fyrir heimsóknina :) Sæll, þarf að ræða það eitthvað frekar? Leyfðu mér að hugsa....nei !

Þættirnir Næturvaktin er bara eitt það skemmtilegasta íslenska efni sem við höfum séð lengi.... ja Stilkur Ómars eru auðvitað alltaf flaggskipið en þessir þættir um líf og limi starfsmanna Shell toppa flest annað ;)

Með fall eða staðningu Project B verkefnis.... fáum við ekki að vita fyrr en á Mánudag :( Kennararnir sögðu þó við grúppuna mína að það væri greinilegt hver hefði unnið allt verkefnið !! (Undirritaður).

Jæja ég blogga meira næst.... er frekar þreyttur eftir langan og viðburðaríkan dag.

Kveðja

JGN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.1.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband