Aumingja ég !!

Þetta var frekar súr dagur í dag... ég var ofsalega veikur í gær og kastaði nokkrum sinnum upp. Svo var ég með beinverki og kvef í morgun og reyndar Guðbjörg líka.... en þar sem hún er frá Venus en ég frá Mars, þá lá ég grenjandi af sjálfsvorkun og sleni í sófanum meðan hún hristi þetta af sér eins og konum einum er lagið. Ég tók semsagt NDE á þetta en mín var bara hnarreist og lét ekki bilbug á sér finna..... nú er ég búinn að koma mér upp þvílíkum heymæðis/Asthma hósta að hundarð og tveggja ára jálkur úr Mýrasýslu sem staðið hefur í leku hesthúsi og vatni upp undir lendar síðustu 50 árin eða svo, hefði orðið feiki stoltur af óhljóðunum sem að kvalin lungu mín ná að pressa upp í illa tímasettum hviðum ! Með tár á hvörmum og bæn á vörum lýt ég á konuna mína og leita eftir vorkun í fallegu djúpbláu augum hennar.... en það eina sem skín í gegn er "Karlmannsræfillinn" ég skal hjúkra þér rófan mín...já komdu...komdu inn í herbergi og leyfðu mér að mæla þig.... ha? Komdu karlpungur... ég skal sko sýna þér hversu langt það er hægt að troða svona hitamælum !!

Kannski ég reyni bara að harka aðeins betur af mér !!!

Við erum núna búin að sjá alla "Bourne Identity" seríuna... hún er bara fjári góð, svo erum við líka alltaf með annað augað á Californiacation.... shit hvað þetta eru sýrðir þættir !

Verkefnið gengur þokkalega, það eru 2 af fimm komnir til að taka þátt í því með mér. Kennarar báðu mig afsökunar á illa grunduðum framsetningi af þeirra hálfu. Ég er sáttur.

Kveðja

JGN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er unun að lesa það sem þú skrifar, þú skrifar svo skemmtilega.
Ég vill bara óska þér góðan bata.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Jac Norðquist

Takk fyrir hrósið frændi    

Jac Norðquist, 10.1.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband