6. Janúar

Það er búið að vera "Drengja-helgi" núna um helgina. Gðbjörg er búin að vera í skólanum á námskeiði alla helgina svo við strákarnir höfum haft það kósý á meðan. Við renndum í fjöruferð laugardagsmorguninn og lékum okkur svolítið þar í brunakulda og gaddi. Svo lá leiðin í verlanir og að lokum heim í kotið þar sem við lékum okkur í garðinum fram eftir degi. Svo var farið með Guðbjörgu í skólann í morgun og við drengirnir skruppum á rúntinn og nutum þess svo bara að vera heima fram yfir hádegi en þá lá leið í laaaangan og skítugan göngutúr :) Ég þurfti að þvo allt af drengjunum og vaska skóna líka :)

Á morgun fellur svo lífið í fastar skorður hér í Villestofte, drengirnir byrja aftur á leikskólanum og ég byrja á Project B í skólanum mínum. Ég var að fá það staðfest áðan að það koma ekki 3 úr 5 manna grúppunni minni á morgun og er það frekar skítt ! Það er mjög mikilvægt að mæta við upphaf verkefnisins og á það eftir að kosta okkur...mig... heilmikið vesen :( Jæja það kemur betur í ljós á morgun.

Við vorum að fá heimboð til Bandaríkjanna í sumar og fannst mér það vera frekar spennandi. Sjáum hvað setur.

Mig hlakkar til að fara í skólann á morgun, ég hef það sterkelga á tilfinningunni

að mín bíði ógrynni af bréfum frá Olgu minni í hólfinu mínu þar !

Sat annars með tárin í augunum áðan og horfði á menn, konur, börn og dýr kveljast mismikið og á mjög mismunandi hátt, í sjónvarpinu ! Helvítis sadista þáttur þessi Americas Funniest Home Videos !

Kveðja

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband