4 Janúar
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Nú er úti veður vont og skítakuldi leggur yfir Danmörku. Það er auðvitað ekkert að marka DMI (Danska veðurgrínstofan) frekar en venjulega. Mér er það eiginlega óskliljanlegt að þessir blessuðu veðurfræðingar skuli allir halda vinnunni ennþá !? Hvað er málið, segjum að þeir væru við vinnu í Kauphöllinni.... það væri ekki aðeins búið að reka þá fyrir slælega frammistöðu, heldur flá þá lifandi og hengja í þokkabót. Mér skilst að Siggi Stormur og fleiri veðurtappar frá Íslandi hafi farið á árshátíð hingað út fyrir 7 árum síðan og hitt á veðurfræðingahálfvitana á DMI.... ég er að spá í að biðja Sigga um að koma skilaboðum til DMI að árshátíðinni hafi lokið þarna þið vitið...2001 !!!
Það var drengjadagur í gær og nú með þáttöku Guðbjargar :) Hún skilaði verkefninu rétt um 11:30 í gærmorgun og svo héldum við uppá það með ágætis máltíð á Jensens Böffhás. Svo fórum við í Járnbrautasafnið og vorum þar í nokkurn tíma með drengina og var það gaman að venju :)
Svo var horft á blessað skaupið eftir að drengirnir sofnuðu í gærkvöld. Ég reikna fastlega með því að skaupið hafi verið drepfyndið .... ef maður er búsettur á Íslandi ! Okkur hjónum stökk ekki bros á vör.
Kveðja
Jac Norðquist
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.