Nýársdagur

Nýársdagur

VIð fjölskyldan í Villestoftehaven viljum óska lesendum þessara síðu Gleðilegs ár og ósk um farsæld nú og um alla framtíð.

Já nú er skollið á glænýtt ár og það gamla skotið upp með hvelli í gærkvöld. Við fórum í mat til Sigfúsar og Hildar í Törresö en þau buðu upp á Akurhænur og villisvínalæri. Í forrétt var skemmtilegur rækjuréttur. Eftir frábæran mat var slakað á yfir öl og svo fórum við út að dúndra upp rakettum. Ég gerði þau afar klaufalegur mistök að nota bæði vindla og sígarettur við uppfíringuna og eftir sex slíkar náttúruvörur...varð minn bara grænn í framan og leið frekar illa ef satt skal segja. Oj, ég mun bókstaflega ALDREI skilja hvernig fólk fer að því að byrja að reykja.... !? Það var ekki mikið skotið upp í Törresö en við spáðum ekkert í það heldur bara nutum okkar með okkar rakettur. Drengirnir voru ótrúlega sprækir og Gabríel tók sig á og horfði á raketturnar eins og kóngur, engin vottur af hræðslu í drengnum. Þeir voru vakandi alveg til klukkan þrjú um nóttina. Rétt svo um klukkan þrjú um nóttina héldum við heim á leið og drengirnir sofnuðu brátt í bílnum. Svo var bara sofið fram á hádegi en Mikael svaf fram til klukkan 13:30 en þá vakti ég gaurinn... ja svo hann sofni nú kannski fyrir miðnætti :)

Svo var farið að skjóta upp restinni hér úti á túni í dag og var það bara skemmtilegt. Veður er kalt en nánast logn og vægt frost. Það er svo spáð snjókomu á morgun og út vikuna... það verður spennandi að sjá hvort DMI (Danska veðurgrínstofan) spáir rétt fyrir því núna... ég á nú ekki von á því að kjánarnir rambi á rétta spá núna en gaman verður að sjá hvað gerist.

Ég er að horfa á áramótaskaupið núna í tölvunni og grenja af hlátri.... þetta er alveg óborganleg vitleysa.... ó !??! Ég biðst afsökunar.... ég er víst að horfa á Innlendan fréttaannál !? Skaupið verður skoðað á eftir ;)

Kveðja

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband