Pakistanskur hrossa*****ingur !

13. Desember 2007

Þá er ég opinberlega kominn í jólafrí og hananú !

Fór með drengina á leikskólann og Guðbjörgu í stóra leikskólann og renndi svo í BILKA í jólagjafainnkaup og fleira... mikið er það nú gaman að þvælast um BILKA og versla.... svo gaman að það varð bara möst að kíkja í Rosengårdcentret líka og versla meira. Ég segi bara eins og Siggi Sigurjóns í Dalalíf... I love it ! Eða þannig sko.

Ég skrapp í hádegismat niður í skóla og tælenski rétturinn hafði mælst rosalega vel fyrir og allir ánægðir með kokkinn. Hann ætlar að hafa Kínverskt þema út Janúar og Febrúar. Systir hans vinnur á Kínversku munaðarleysingjahæli og hefur greiniega góð sambönd við einhverja kjötframleiðendur því hún reddar honum svo ódýru hráefni. Jafnframt virðist hún vera að leysa vanda hins yfirfulla hælis því hún er farin að bjóða upp á fleiri pláss á hælinu sem þýðir auðvitað að einhver börn eru að fá ættleiðingar ekki satt?

Ég komst að því að þráðlausi síminn minn virkar á númeri nágrannanns ef ég stend við hornið á húsinu mínu bakatil og halla mér í vestur ! Ég er búinn að hringja símaat í flesta í Beijing í Kína síðan í morgun... er núna að byrja á Zong Hai í kínversku símaskránni. Til að kóróna svo verkið, þá hringdi ég í TV2 og gargaði á Pakistana-Dönsku að Andreas Fokk Rass-Muss-sen ætti skilið að vera laminn með Pakistönskum hrossatittling og endaði svo á að jóðla vers úr stóru sálmabókinni þeirra rétttrúuðu ! Svo skellti ég á, hljóp inn og setti Last Christmas með WHAM á græjurnar.... það passaði svo alveg við viðlagið þegar ljósasjóvið byrjaði fyrir utan hjá nágrannannum og allt fylltist af löggubílum. Nú stend ég við eldhúsgluggan og er að maula kex og horfa á lögguna vera að þjarma að Larsen nágranna með kylfum og hnúum. Ég ætla bara að njóta þess örlítið lengur og sofna svo út frá notalegum slættinum í þyrilvængjunum þegar þær sveima hér yfir á eftir vegna nafnlausrar ábendingar um fljúgandi furðuhlut sem lenti í garðinum á númer 16 og svo yndislegu háreistinni sem kemur frá 23 pizzusendlum sem reyna að afhenda pizzurnar sínar til aumingja Larsens. Ekki misskilja mig í guðana bænum...mér er alls ekkert illa við Larsen, síður en svo... en það er kominn tími á að hann læri að bjóða góðan dag ef maður kinkar til hans kolli ekki satt?

Hvað um það.... nú er komið jólafrí og ég tek þátt í því :)

Kveðja

JGN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert frábær penni  Mr Norðquist 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband