Tannlaust tott?

Vaknaði hress en var orðinn fárveikur kl 10 í morgun, svo eftir að hafa keyrt Guðbjörgu og drengina, fór ég beint heim og lá skjálfandi undir teppi þar til ég náði í þau aftur. Dormaði svo frosinn undir teppi og sæng alveg að krókna úr kulda fram til kl 20:30 í kvöld en þá var ég búinn að kynda hitann í kroppnum upp í 39,2 °c svo mér fór að líða betur :) Eftir að hafa sagt drengjunum kvöldsöguna lagðist ég bara í lazyboy tók með mér poka af beinverkjum og slatta af óþægindum í skál og horfði á HITCH með Will Smith og Kevin James. Fínt að taka út flensuna svo fyrir jólin, ég hef neflilega oftar en einusinni verið veikur um jól og það bókstaflega sökkar...

Talandi um " Sökka".... Það var 83 ára gamall gaur að mæta upp á deild 4 í sæðistalningu.... hann fékk svona smá krukku með sér heim til að ná sýni og átti að koma daginn eftir með það...

Jæja, daginn eftir er minn maður mættur á deildina og læknirinn spyr hvernig hafi gengið.... jaaa segir sá gamli, ekkert of vel. Nú? Afhverju? segir læknirinn...hvað kom uppá?´

Sko, ég prófaði sjálfur en ekkert gekk, svo kom konan mín og ætlaði að aðstoða...fyrst með vinstri hendi, svo hægri...loks prófaði hún með munninum...með tennurnar upp í sér en ekkert gekk svo hún prófaði að taka þær úr sér...neibb, ekkert gekk, svo við fórum yfir til nágrannakonunnar en það var alveg sama hvað hún reyndi...ekkert gekk !

Fóruð þið til "Nágranna konunnar" sagði læknirinn steinhissa og ekki laust við að vera hneikslaður....???´

Já en það var sama hvað við reyndum læknir, við náðum ekki lokinu af krukkunni!

Latínumolar: Hostes alienigeni me abduxerunt. Qui annus est? Mér var rænt af Geimverum, hvaða ár er núna?

Kveðja

JGN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband