Aðventuafmælisveisla !!

Hvað er æðislegra en að sofa út á fyrsta í aðventu :) Ég drattaðist á fætur rétt upp úr 11:30 og fór beint í tiltektargrírinn enda von á gestum í afmælisveislu drengjanna. Það gekk bara vel og eftir að Guðbjörg hafði töfrað fram nokkrar kökur og annað gómsæti, fórum við bara að mála okkur og gera okkur klár. Fyrstu gestirnir komu svo rétt um tvö... ja ásamt hinum gestunum..allir á réttum tíma. Sigfús, Helena, Silja og Ingibjörg komu frá Törresö, Vignir, Áslaug og Tinna komu frá Fraudge ásamt Ólafi syni nágranna þeirra og að lokum komu Margrét, Elli, Agnes og Alex Nói frá St Klemens. Það var bara vel heppnað boðið og mikið hlegið. Við hjónin þökkum kærlega þeim sem mættu og innilegar þakkir fyrir allt sem þið færðuð drengjunum okkar :)

Ég bauð svo í Skötuveislu þann 23. Desember og pantaði skötuna hjá Mömmu áðan ásamt hamsatólg og rúgbrauði... maður fær bara slefuna fram á höku.  

Æðilegur dagur að kveldi kominn.

Latínumolar: Perscriptio in manibus tabellariorum est. Ávísunin er í póstinum !

Kveðja

JGN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.12.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband