Æla og aftur æla !!

Það var gubbandi Gabríel sem fór ekki á leikskólann í dag :( Litli anginn er bara ennþá frekar slappur og með hita. Var reyndar orðinn hitalaus núna um kl 21:00 í kvöld.

Ég fór með Mikael á leikskólann í morgun og svo var farið niður í skóla og keyrt þaðan og til Ringe þar sem við fengum góða kynningu á Nassau Doors fyrirtækinu. Síðan þurfum við að SWOT analæsa það og fleira, en það verður semsagt Project B sem að byrjar 7. Janúar 2008. Eftir kynninguna fórum við nokkur úr bekknum út að borða og var það bara frekar gaman. Á leiðinni heim skutlaði ég einni konu heim og var hún eitthvað sein að segja mér til um hvar átti að beygja svo það atvikaðist að ég var á vinstri akrein þegar ég þurfti að taka hægri beygju... það var allt stopp á rauðu og langt í næsta bíl fyrir aftan mig svo ég skelli bara í bakk og rúlla nokkrar bíllengdir afturábak og skipti um akrein, ekkert mál...well, þetta hefði nú ekki verið í frásögur færandi nema hvað að bíllinn sem var einmitt svo langt í burtu, renndi upp að hliðinnni á mér og ég vinkaði kurteysislega til hans...og mér til mikillar skemmtunar...þá voru þetta íslendingar búsettir hér í Odense og vill svo skondið til að eru með barn á leikskólanum sem drengirnir eru á og við erum á leið til þeirra í matarboð næstu helgi !!! Hahahaha þurftu þau endilega að sjá mig aka upp á dönsku !? Æ þetta var bara fyndið. Svo hitti ég þau á leikskólanum skömmu síðar... já ég var víst á undan þeim þangað þrátt fyrir útúrkrókinn með bekkjarfélagann... enda fannst þeim ég frekar snöggur í akstri svo ekki sé meira sagt :)

Milljónamæringur í Svíþjóð bauð heim til sín um 250 manns til að sýna þeim nýju risastóru sundlaugina sína. Hann hafði sett í hana 30 krókódíla sem áttu að passa að engir væru syndandi í lauginni meðan hann væri á ferðalögum. Hann segir í gamansömum tón við gestina... sá sem þorir að synda yfir laugina fær milljón dollara í verðlaun !! Hann er ekki búinn að sleppa orðinu fyrr en það heyrist PLASK !!! og lítill ræfilslegur maður syndir á fullu spani inn á milli allra krókódílanna og veinar og skrækir alla leiðina... fyrir einhverja Guðslukku kemst hann yfir og klifrar holdvotur og titrandi upp á bakkann. Milljónamæringurinn tekur í höndina á hönum og segir, sko kallinn minn.. þú ert milljón dollurum ríkari núna en þú varst áðan... er eitthvað sem þú vilt segja um þessa óvæntu hetjudáð? Nei nei en ég vildi bara ná í rassgatið á fávitanum sem að hrinti mér út í.

Latínumolar: Amicule, deliciae, num is sum qui mentiar tibi? Elskan, myndi ég skrökva að þér ?

Kveðja

JGN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Smelltu HÉR  
(Þú þarft ekki að vera sammála mér)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2007 kl. 23:17

3 identicon

Góður ! Stal brandaranum og sett hann á síðuna hjá mér líka he he he he he he hehe eh ehh

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband